Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 15:51 Tómas Guðbjartsson læknir Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna plastbarkamálsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. „Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. Hann segir að þær ákvarðanir sem hann tók í tengslum við barkaígræðsluaðgerðina hafi verið teknar í góðri trú. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Tómas hefði verið sendur í leyfi frá störfum sem hjartaskurðlæknir við Landspítala Íslands. Sú ákvörðun var tekin eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“Sýnir því skilning að yfirferð taki tíma Í yfirlýsingunni segist Tómas vera í nokkurra vikna leyfi frá störfum á meðan Landspítalinn og Háskóli Íslands rýna í niðurstöður skýrslunnar. Það sé mikilvægt að allir hlutaðeigandi dragi lærdóm af þessu máli og sýni hann því skilning að það taki tíma að yfirfara svo yfirgripsmikla skýrslu og vinna að nauðsynlegum úrbótum til að svona mál endurtaki sig aldrei. Málið varðar Erítreumanninn Andemariam Bayene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hinn 9. júní 2011 eftir að hafa verið í meðferð á Landspítalanum vegna krabbameins í hálsi. Ítalski læknirinni Papolo Macchiarini stýrði aðgerðinni. Tómas Guðbjartsson sá um að skrifa tilvísun fyrir Beyene vegna áframhaldandi meðferðar í Svíþjóð og tók síðan þátt í aðgerðinni sjálfri úti í Stokkhólmi.Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Tómas segir í yfirlýsingunni að þegar hann hafi skrifað tilvísunina til Karolinska-sjúkrahússins hafði plastbarkaaðgerð að hans sögn aldrei komið til tals þannig að hann gæti skilið þann valkost með skýrum hætti. „Transplant“ aðgerð hefði hins vegar verið nefnd sem valkostur en Tómas segir Macchiariini hafa öðlast frægð fyrir ígræðslu á barka úr látnum einstaklingi, svokölluðum nábarka. „Það var fyrst eftir að sjúklingurinn var farinn út til Svíþjóðar að ég heyrði af því hvað raunverulega stóð til. Með þá vitneskju sem ég hef í dag harma ég að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Macchiarini í aðdraganda þess að sjúklingnum var vísað til sérfræðilegs mats á Karolinska sjúkrahúsinu.“Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Í tengslum við útkomu skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands um plastbarkamálið vil ég koma eftirfarandi á framfæri:Þær ákvarðanir sem ég tók í tengslum við barkaígræðsluaðgerðina voru teknar í góðri trú. Ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á. Ég var í afar flókinni stöðu gagnvart honum þar sem ég þurfti að að reiða mig á hann og teymi hans vegna flókinnar eftirmeðferðar sjúklingsins.Ég hef átt í miklum erfiðleikum með að fá heildarmynd af því sem raunverulega gerðist í Stokkhólmi í aðdraganda aðgerðarinnar. Nú þegar birtar hafa verið niðurstöður rannsóknarnefnda í Svíþjóð, og loks hér á landi í gær, er hægara að sjá hvað betur hefði mátt fara, enda hef ég nú aðgang að upplýsingum sem áður voru mér óaðgengilegar.Ég ítreka það að ákvarðanir mínar voru teknar í góðri trú, enda er ekkert í niðurstöðum íslensku nefndarinnar sem bendir til að ég hafi vitað um eða verið þátttakandi í að skipuleggja aðgerðina. Engin meðferðarúrræði voru fyrir hendi á Íslandi fyrir sjúklinginn og því var tekin ákvörðun um að senda hann til Svíþjóðar til frekari rannsókna, sérfræðiálits og mögulegrar meðferðar að þeirri ferð lokinni. Ferðin átti að taka 3 daga en af heimferðinni varð ekki þar sem sjúklingurinn hafði verið talinn á að gangast undir plastbarkaígræðslu aðeins tveimur dögum eftir innlögn á Karolinska sjúkrahúsið, ákvörðun sem ég kom ekkert að. Þegar ég skrifaði tilvísunin til Karolinska sjúkrahússins hafði plastbarkaaðgerð aldrei komið til tals þannig að ég gæti skilið þann valkost með skýrum hætti. Hins vegar hafði transplant aðgerð verið nefnd sem einn valkostur, en Macchiarini hafði einmitt öðlast frægð fyrir ígræðslu á barka úr látnum einstaklingum, svokölluðum nábarka. Það var fyrst eftir að sjúklingurinn var farinn út til Svíþjóðar að ég heyrði af því hvað raunverulega stóð til. Með þá vitneskju sem ég hef í dag harma ég að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Macchiarini í aðdraganda þess að sjúklingnum var vísað til sérfræðilegs mats á Karolinska sjúkrahúsinu.Ég gekk svo í framhaldi ranglega út frá því að viðeigandi regluverki hefði verið fylgt eftir á þessum virtu stofnunum sem Karolinska sjúkrahúsið og Karolinska Institutet eru. Ég gerði mér því enga grein fyrir á hversu veikum grunni ákvörðunin um aðgerðina var tekin.Vildi draga nafn mitt af Lancet greininniVið ritun vísindagreinarinnar sem birtist í The Lancet um aðgerðina gerði ég margvíslegar tilraunir til að breyta orðalagi þar sem öndunarvegi sjúklingsins var lýst sem nær eðlilegum. Þær voru virtar að vettugi og orðalagið stóð óbreytt. Íslenska nefndin gagnrýnir að ég hafi ekki við það hafnað frekari þátttöku í ritun greinarinnar og dregið nafn mitt af lista 28 meðhöfunda. Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það.Eftir útkomu sænsku skýrslnanna síðasta vetur fékk ég í fyrsta sinn staðfest að tilskilin leyfi hefðu ekki verið til staðar. Í kjölfarið sendi ég bréf til ritstjóra The Lancet þar sem ég óskaði eftir því að nafn mitt yrði fjarlægt af greininni í ljósi þess að ég hafði bersýnilega ekki haft réttar upplýsingar um vísindasiðfræðilegar forsendur aðgerðarinnar. Lancet hafði áður orðið við ósk fjögurra höfunda greinarinnar og fjarlægt nöfn þeirra af henni. Ritstjórn blaðsins varð þó ekki við ósk minni og gaf engar haldbærar skýringar fyrir þeirri ákvörðun.Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég er í ég nokkurra vikna leyfi frá störfum á meðan Landspítali og Háskóli Íslands rýna í niðurstöður skýrslunnar. Það er mikilvægt að allir hlutaðeigandi dragi lærdóm af þessu máli og sýni ég því skilning að tíma taki að yfirfara svo yfirgripsmikla skýrslu og vinna að nauðsynlegum úrbótum til að svona mál endurtaki sig aldrei. Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna plastbarkamálsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. „Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. Hann segir að þær ákvarðanir sem hann tók í tengslum við barkaígræðsluaðgerðina hafi verið teknar í góðri trú. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Tómas hefði verið sendur í leyfi frá störfum sem hjartaskurðlæknir við Landspítala Íslands. Sú ákvörðun var tekin eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“Sýnir því skilning að yfirferð taki tíma Í yfirlýsingunni segist Tómas vera í nokkurra vikna leyfi frá störfum á meðan Landspítalinn og Háskóli Íslands rýna í niðurstöður skýrslunnar. Það sé mikilvægt að allir hlutaðeigandi dragi lærdóm af þessu máli og sýni hann því skilning að það taki tíma að yfirfara svo yfirgripsmikla skýrslu og vinna að nauðsynlegum úrbótum til að svona mál endurtaki sig aldrei. Málið varðar Erítreumanninn Andemariam Bayene sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hinn 9. júní 2011 eftir að hafa verið í meðferð á Landspítalanum vegna krabbameins í hálsi. Ítalski læknirinni Papolo Macchiarini stýrði aðgerðinni. Tómas Guðbjartsson sá um að skrifa tilvísun fyrir Beyene vegna áframhaldandi meðferðar í Svíþjóð og tók síðan þátt í aðgerðinni sjálfri úti í Stokkhólmi.Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Tómas segir í yfirlýsingunni að þegar hann hafi skrifað tilvísunina til Karolinska-sjúkrahússins hafði plastbarkaaðgerð að hans sögn aldrei komið til tals þannig að hann gæti skilið þann valkost með skýrum hætti. „Transplant“ aðgerð hefði hins vegar verið nefnd sem valkostur en Tómas segir Macchiariini hafa öðlast frægð fyrir ígræðslu á barka úr látnum einstaklingi, svokölluðum nábarka. „Það var fyrst eftir að sjúklingurinn var farinn út til Svíþjóðar að ég heyrði af því hvað raunverulega stóð til. Með þá vitneskju sem ég hef í dag harma ég að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Macchiarini í aðdraganda þess að sjúklingnum var vísað til sérfræðilegs mats á Karolinska sjúkrahúsinu.“Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Í tengslum við útkomu skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar Landspítala og Háskóla Íslands um plastbarkamálið vil ég koma eftirfarandi á framfæri:Þær ákvarðanir sem ég tók í tengslum við barkaígræðsluaðgerðina voru teknar í góðri trú. Ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á. Ég var í afar flókinni stöðu gagnvart honum þar sem ég þurfti að að reiða mig á hann og teymi hans vegna flókinnar eftirmeðferðar sjúklingsins.Ég hef átt í miklum erfiðleikum með að fá heildarmynd af því sem raunverulega gerðist í Stokkhólmi í aðdraganda aðgerðarinnar. Nú þegar birtar hafa verið niðurstöður rannsóknarnefnda í Svíþjóð, og loks hér á landi í gær, er hægara að sjá hvað betur hefði mátt fara, enda hef ég nú aðgang að upplýsingum sem áður voru mér óaðgengilegar.Ég ítreka það að ákvarðanir mínar voru teknar í góðri trú, enda er ekkert í niðurstöðum íslensku nefndarinnar sem bendir til að ég hafi vitað um eða verið þátttakandi í að skipuleggja aðgerðina. Engin meðferðarúrræði voru fyrir hendi á Íslandi fyrir sjúklinginn og því var tekin ákvörðun um að senda hann til Svíþjóðar til frekari rannsókna, sérfræðiálits og mögulegrar meðferðar að þeirri ferð lokinni. Ferðin átti að taka 3 daga en af heimferðinni varð ekki þar sem sjúklingurinn hafði verið talinn á að gangast undir plastbarkaígræðslu aðeins tveimur dögum eftir innlögn á Karolinska sjúkrahúsið, ákvörðun sem ég kom ekkert að. Þegar ég skrifaði tilvísunin til Karolinska sjúkrahússins hafði plastbarkaaðgerð aldrei komið til tals þannig að ég gæti skilið þann valkost með skýrum hætti. Hins vegar hafði transplant aðgerð verið nefnd sem einn valkostur, en Macchiarini hafði einmitt öðlast frægð fyrir ígræðslu á barka úr látnum einstaklingum, svokölluðum nábarka. Það var fyrst eftir að sjúklingurinn var farinn út til Svíþjóðar að ég heyrði af því hvað raunverulega stóð til. Með þá vitneskju sem ég hef í dag harma ég að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Macchiarini í aðdraganda þess að sjúklingnum var vísað til sérfræðilegs mats á Karolinska sjúkrahúsinu.Ég gekk svo í framhaldi ranglega út frá því að viðeigandi regluverki hefði verið fylgt eftir á þessum virtu stofnunum sem Karolinska sjúkrahúsið og Karolinska Institutet eru. Ég gerði mér því enga grein fyrir á hversu veikum grunni ákvörðunin um aðgerðina var tekin.Vildi draga nafn mitt af Lancet greininniVið ritun vísindagreinarinnar sem birtist í The Lancet um aðgerðina gerði ég margvíslegar tilraunir til að breyta orðalagi þar sem öndunarvegi sjúklingsins var lýst sem nær eðlilegum. Þær voru virtar að vettugi og orðalagið stóð óbreytt. Íslenska nefndin gagnrýnir að ég hafi ekki við það hafnað frekari þátttöku í ritun greinarinnar og dregið nafn mitt af lista 28 meðhöfunda. Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það.Eftir útkomu sænsku skýrslnanna síðasta vetur fékk ég í fyrsta sinn staðfest að tilskilin leyfi hefðu ekki verið til staðar. Í kjölfarið sendi ég bréf til ritstjóra The Lancet þar sem ég óskaði eftir því að nafn mitt yrði fjarlægt af greininni í ljósi þess að ég hafði bersýnilega ekki haft réttar upplýsingar um vísindasiðfræðilegar forsendur aðgerðarinnar. Lancet hafði áður orðið við ósk fjögurra höfunda greinarinnar og fjarlægt nöfn þeirra af henni. Ritstjórn blaðsins varð þó ekki við ósk minni og gaf engar haldbærar skýringar fyrir þeirri ákvörðun.Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég er í ég nokkurra vikna leyfi frá störfum á meðan Landspítali og Háskóli Íslands rýna í niðurstöður skýrslunnar. Það er mikilvægt að allir hlutaðeigandi dragi lærdóm af þessu máli og sýni ég því skilning að tíma taki að yfirfara svo yfirgripsmikla skýrslu og vinna að nauðsynlegum úrbótum til að svona mál endurtaki sig aldrei.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
"Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00
Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45