Hitnar í köldu stríði Írana og Sádi-Araba Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2017 11:00 Íranskar eldflaugar gnæfa yfir risavaxinni mynd af æðstaklerkinum Khamenei. Vísir/AFP Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sádi-Arabía Rækilega hefur hitnað í kolunum í deilu Sádi-Araba og Írana. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefur nú sakað Íransstjórn um beinar hernaðaraðgerðir gegn ríki sínu með því að sjá Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen, fyrir eldflaugum. Í símtali við Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í gær sagði bin Salman að hægt væri að túlka aðgerðir Íransstjórnar sem stríðsyfirlýsingu. „Krónprinsinn benti á að það að Íransstjórn sjái Hútum fyrir eldflaugum sé álitið bein hernaðaraðgerð Íransstjórnar og mögulega stríðsyfirlýsing gegn konungsríkinu,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórn Sádi-Arabíu sendi frá sér í gær.Adel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.Vísir/AFPHútar hafa nú í tvö ár barist við ríkisstjórnina í Jemen sem nýtur stuðnings Sádi-Araba. Íran er sagt styðja Húta en ríkisstjórn landsins hefur alla tíð neitað því að sjá uppreisnarmönnunum fyrir vopnum. Hægt er að túlka átökin sem hluta af eins konar köldu stríði Írana og Sádi-Araba. Jonathan Marcus, greinandi hjá BBC, sagði í gær að ríkin tvö væru að berjast í köldu stríði um áhrif og völd í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar sem eru á bandi Húta greindu frá því á laugardag að uppreisnarmennirnir hefðu skotið eldflaug af gerðinni Burkan H2 að alþjóðaflugvelli Khaleds konungs fyrir utan sádiarabísku höfuðborgina Riyadh. Sádi-Arabar náðu að skjóta eldflaugina niður og enginn fórst í árásinni. Mannréttindabaráttusamtökin Human Rights Watch sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásarinnar sem í sagði að hún væri stríðsglæpur og beindist nær eingöngu gegn almennum borgurum.Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans.Vísir/AFPAdel al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, fullyrti í viðtali við CNN á mánudag að hin líbönsku Hezbollah-samtök, sem einnig njóta stuðnings Írana, tengdust árásinni. „Þetta var írönsk eldflaug sem Hezbollah skaut frá landsvæðinu sem Hútar hafa tekið í Jemen.“ „Ítök Írana á svæðinu ógna öryggi nágrannaríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði al-Jubeir enn fremur. Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, gefur lítið fyrir ásakanir al-Jubeir. „Sádi-Arabar sprengja Jemen í tætlur. Þeir drepa þúsundir saklausra borgara, meðal annars ungbörn, valda kóleru og hungursneyð en kenna Írönum auðvitað um allt saman,“ tísti Zarif. Eldflaugaskotið er ekki eina atvikið sem nú veldur titringi í heimshlutanum. Afsögn Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, á laugardag er einnig til þess fallin að kynda undir í þessu kalda stríði. „Íran stýrir þessu svæði og ákvarðanatöku bæði í Sýrlandi og Írak. Ég vil segja Írönum og fylgjendum þeirra að þeir munu tapa í valdabaráttu sinni innan Arabaríkjanna,“ sagði al-Hariri í ávarpi þar sem hann tilkynnti um afsögnina.Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons.Vísir/AFPAl-Hariri þótti líta út fyrir að vera í uppnámi þegar hann flutti ávarpið. Talaði hann meðal annars um að honum fyndist lífi sínu ógnað vegna stöðu sinnar. Þá sakaði hann Írana jafnframt um að breiða út ótta og óreiðu og valda eyðileggingu. Íransstjórn væri jafnframt að styðja Hezbollah í því verkefni samtakanna að byggja upp ríki innan ríkis. Lyse Doucet, yfirumsjónarmaður erlendra frétta hjá BBC, greinir frá því að í samtölum sínum við ónefndan líbanskan ráðherra hafi ráðherrann sagt að orðalagið í ávarpi al-Hariri hafi ekki verið hans eigið. Í umfjöllun BBC kemur fram að heimildir miðilsins hermi að Sádi-Arabar hafi verið orðnir þreyttir á árangursleysi baráttu al-Hariri við Hezbollah. Kornið sem fyllti mælinn hafi verið fundur al-Hariri á föstudag með Ali Akbar Velayati, ráðgjafa Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerks Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira