Bandarískir Demókratar unnu mikilvæga sigra Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2017 08:10 Demókratinn Ralph Northam verður næsti ríkisstjóri Virginíu. Vísir/AFP Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Demókratar báru sigur út býtum á nokkrum mikilvægum vígstöðvum í kosningum sem fram fóru víða í Bandaríkjunum í gær. Í Virginíu sigraði Demókratinn Ralph Northam Repúblikanann Ed Gillespie í baráttunni um embætti ríkisstjóra. Donald Trump Bandaríkjaforseti studdi framboð Gillespie en tók ekki virkan þátt í kosningabaráttunni. Sagði Trump á Twitter í nótt að Gillespie hafi lagt hart að sér en ekki tileinkað sér stefnu sína. Trump segir þó að framundan séu frekari sigrar hjá Repúblikönum. Í New Jersey verður Demókratinn Phil Murphy næsti ríkisstjóri, en hann bar sigurorð af Kim Guadagno og tekur við embættinu af hinum umdeilda Chris Christie. Murphy hefur áður starfað hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og gegnt embætti sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi. Þá tryggði Demókratinn Bill de Blasio sér auðveldlega endurkjör í borgarstjórakosningum í New York. Vann hinn 56 ára de Blasio mikinn sigur á frambjóðanda Repúblikana, hina 36 ára Nicole Malliotakis. Kosningarnar gætu verið fyrirboði fyrir það sem koma skal í þingkosningunum sem fram fara á næsta ári og blása Demókrötum von í brjóst um að þeir eigi möguleika á meirihluta í þinginu sem mótvægi við Donald Trump í Hvíta húsinu.Ed Gillespie worked hard but did not embrace me or what I stand for. Don't forget, Republicans won 4 out of 4 House seats, and with the economy doing record numbers, we will continue to win, even bigger than before!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. 7. nóvember 2017 12:45