Martin ætlar að verða betri en Michael Jordan Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Martin Hermannsson með kærustu sinni Önnu Maríu Bjarnadóttur í tökum fyrir heimildamyndina. mynd/skjáskot Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Martin Hermannsson fer vel af stað með Chalon-Reims í frönsku A-deildinni í körfubolta en hann var einn af bestu leikmönnum B-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann vakti mikla athygli. Franska sjónvarpsstöðin SFR Sport gerði stutt innslag um Martin þar sem hann segir frá dögum sínum með KR, fyrstu vikunum í kampavínshéraðinu í Frakklandi, draumum sínum og væntingum. Þrátt fyrir að lífið í atvinnumennskunni sé skemmtilegt elskar Martin ekkert meira en að spila landsleiki fyrir Íslands hönd. „Það er mest spennandi fyrir mig að spila með vinum mínum í landsliðinu fyrir framan mína þjóð. Tilfinningin er öðruvísi þegar að maður spilar með landsliðið. Maður gefur eitthvað aukalega þegar maður spilar fyrir sitt landslið. Það er erfitt að útskýra þetta. Eitt það besta sem ég hef gert í lífinu er að spila fyrir Ísland,“ segir Martin. Bjartur Sigurðsson, kvikmyndatökumaður og starfsmaður 365, vinnur að heimildamynd um Martin sem sýnd verður á Stöð 2 Sport um jólin en hann var líka í tökum með Martin þegar að tökulið franska sjónvarpsins bar að garði. Bjartur heimsótti Martin einnig til Charleville þar sem hann spilaði á síðustu leiktíð og var með landsliðinu í Finnlandi á Eurobasket. Hann var spurður hvers vegna hann væri að gera mynd um Martin Hermannsson. „Ég vildi gera mynd um Martin því hann er næsti fógetinn í bænum. Hann er næsti fógetinn í Reykjavík og næsti landsliðsfyrirliði. Það er einn leikmaður í sögu íslenska körfuboltan sem er betri en Martin en það er Jón Arnór Stefánsson,“ segir Bjartur. Martin tekur undir það en stefnan er að verða betri en sá besti. „Hann er sá besti í sögunni. Jón Arnór er Michael Jordan Íslands. Mitt markmit er að verða sá besti. Það verður erfitt og ég verð að minnsta kosti að spila í Meistaradeild Evrópu ef það á að takast,“ segir Martin Hermannsson. Allt innslagið má sjá með því að smella hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira