Aðventan nálgast: Dónalegar jólapeysur og dásamlegar dragtir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:30 Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum. Jól Tíska og hönnun Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum.
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira