Höddi Magg: Kjartan Henry langbestur en Viðar Örn heldur áfram að valda vonbrigðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 11:00 Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason, framherji danska úrvalsdeildarliðsins Horsens, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær þegar að strákarnir okkar töpuðu, 2-1, á móti Tékklandi í vináttuleik í Doha í Katar. Kjartan Henry var besti maður íslenska liðsins og skoraði eina mark þess með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Theodóri Elmari Bjarnasyni sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Vesturbæingurinn hefur nýtt tækifæri sín vel með íslenska landsliðinu að undanförnu. Hann skoraði á móti Kína í byrjun árs og stóð sig einnig vel í vináttuleik á móti Írlandi í mars. Kjartan Henry var að mínu mati besti maður liðsins,“ sagði Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður 365 og fyrrverandi landsliðsmaður, í Akraborginni í gær þar sem hann gerði upp leikinn. Hörður lýsti honum einnig á Stöð 2 Sport en það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.Heimir Hallgrímsson brosir blítt til Kjartans Henry eftir leik en Viðar Örn átti erfiðan dag.vísir/gettyVerða að nýta tækifærin „Kjartan var langbestur og bar af. Hann var aggresívur, var að fá tækifæri, var að prjóna sig í gegn og var bara virkilega öflugur. Hann er kominn í baráttu um þetta HM-sæti. Það fara fjórir sóknarmenn til Rússlands myndi ég halda og hann gerir tilkall til þess.“ Kjartan Henry byrjaði í framlínunni með Viðari Erni Kjartanssyni sem var ekki að heilla Hörð. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í fimmtán landsleikjum en hann skorar eins og vindurinn í ísraelsku úrvalsdeildinni með Maccabi Tel Aviv. „Það er ekki alveg sömu sögu að segja af Viðari Erni. Það eru áframhaldandi vonbrigði með hann,“ sagði Hörður, en hvað er í gangi hjá honum? „Ég veit það ekki. Hann fékk dauðafæri eftir 90 sekúndur en það fellur ekkert með honum. Ég veit ekki hvort hann sé að reyna of mikið eða hvað. Allavega þá verða menn að nýta tækifærin sín betur og það er Kjartan Henry að gera.“ „Kjartan Henry hefur verið mjög öflugur með sínu félagsliði, Horsens, þar sem hann er fyrirliði. Hann getur ekkert gert neitt mikið meira en hann gerði núna,“ sagði Hörður Magnússon. Allt viðtalið við Hörð má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45 Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55 Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30 Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
Kjartan Henry: Ég er ekki í skýjunum því ég hefði viljað skora fleiri mörk Kjartan Henry Finnbogason nýtti tækifærið sitt í kvöld þegar hann var í byrjunarliði íslenska landsliðsins á móti Tékklandi. 8. nóvember 2017 18:22
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-2 | Fáir tékkuðu sig inn í tapi í Dóha Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði 2-1 fyrir Tékkum í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Katar í dag en seinni leikur íslenska liðsins er síðan eftir sex daga. 8. nóvember 2017 16:45
Birkir þarf ekki að fara í aðgerð og vill ekki spila á Norðurlöndum fram að HM Birkir Már Sævarsson vill komast í deild utan Norðurlanda á nýju ári. 9. nóvember 2017 07:55
Tólfta tapið á fjórum árum í vináttulandsleik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er allt annað lið í vináttulandsleikjunum en í leikjunum sem skipta máli. 9. nóvember 2017 06:30
Kjartan Henry tékkaði sig inn Íslenska fótboltalandsliðið tapaði sínum fyrsta landsleik sem HM-lið þegar liðið lá 2-1 á móti Tékkum á vináttumótinu í Katar í gær. Landsliðsþjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur af úrslitunum. 9. nóvember 2017 06:00