Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 12:14 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra en hætti þegar ásakanir um óeðlilegar greiðslur frá aðilum tengdum Rússum komu fram. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45
Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57