„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2017 19:15 Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira