Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 11:29 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 25 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Maðurinn, Fjölnir Guðsteinsson, var ákærður fyrir að hafa haft samræði og endaþarmsmök við konu gegn vilja hennar þar sem hann notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi lýsti ákærði því að samræði við konuna hefði verið með hennar samþykki. Þau hafi kysst á skemmtistað og síðan farið saman í leigubíl heim til hans. Þá hafi þau farið beint inn í herbergi og fyrir dómi lýsti hann því hvernig eitt leiddi af öðru þar til þau hafi byrjað að hafa samræði. Önnur kona, sem í dómnum er nefnd D, var með þeim upp í rúmi en ákærði sagðist ekki hafa tekið eftir því hvort hún var vakandi eða sofandi.Fannst óþægilegt að maðurinn var „svolítið utan í henni“ Konan lýsti því fyrir dómi að hún hefði hitt ákærða á tilteknum skemmtistað en mundi lítið eftir því eða leigubílaferðinni heim til mannsins. Hún sagði hann hafa verið „svolítið utan í henni og hafi henni fundist það frekar óþægilegt. Hún mundi ekki eftir því að hafa farið með ákærða inn á salerni á E en eitthvert daður hafi verið milli þeirra af hálfu beggja. Hún mundi ekki eftir að hafa farið inn í herbergi með ákærða strax eftir komuna á heimili hans en hún gat hvorki játað því né neitað. Hún mundi ekki eftir því að hafa haft munnmök við ákærða þá en gat hvorki játað því né neitað. Hún mundi eftir því að ákærði hafi farið í sturtu og þá mundi hún eftir því að hafa séð hann nakinn inni í íbúðinni. Þá kvaðst hún muna eftir því að D og ákærði hafi verið saman inni í herbergi en hún gat ekki borið um það hvað þau hafi verið að gera þar. Hún taldi sig muna eftir því að ákærði hafi talað um að hann, D og brotaþoli færu í þríhyrning en hún hafi talið að um djók væri að ræða,“ segir í dómi héraðsdóms.Var það full að hún mundi lítið eftir kvöldinu Konan lýsti því síðan að hún hefði farið ein inn í herbergi og lagst þar upp í rúm í öllum fötunum. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við að maðurinn og hin konan hefðu komið inn í herbergið og hún mundi ekki meir fyrr en hún vaknaði við það að maðurinn væri að reyna að hafa endaþarmsmök við hana. Það hefði henni fundist vont en hugsanlega hefði hann ekki náð að fara alveg inn. „Þegar hún hafi hreyft sig hafi ákærði snúið sér undan og hafi hún þá litið á D og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Brotaþoli kvaðst hafa lyft upp sænginni, hafi buxur hennar verið niðri á lærunum og hafi D sagt henni að koma fram og hafi hún þá farið inn á klósett og verið í sjokki. Þær D hafi síðan farið á lögreglustöðina. Hún kvaðst hafa átt að mæta til vinnu um morguninn en hætt við það þar sem hún hefði verið orðin það drukkin. Hún kvaðst enga minningu hafa um að ákærði hefði haft samfarir við hana í leggöng. Hún kvaðst hafa verið það full umrætt sinn að hún myndi lítið eftir kvöldinu,“ segir í dómi héraðsdóms.Trúverðugur framburður konunnar Í niðurstöðu dómsins segir að framburður konunnar sem maðurinn var ákærður fyrir að nauðga hafi verið trúverðugur. Þá hafi hann jafnframt verið studdur framburði hinnar konunnar sem var í rúminu að því leyti að hún sagði að konan hefði verið sofandi þegar hún lagðist upp í rúm hjá henni. Framburður ákærða hafi hins vegar verið í ósamræmi við þetta. „Þrátt fyrir að hugsanlegt sé að einhver kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli ákærða og brotaþola fyrr um kvöldið þegar þau voru nýkomin heim til ákærða ber að hafa í huga að ákærði fer upp í rúm til sofandi konu í þeim tilgangi að eiga við hana mök. Er ekkert fram komið sem styður það að brotaþoli hafi veitt samþykki sitt fyrir þessari hegðun ákærða og styður framburður vitnisins D um viðbrögð brotaþola þegar hún vaknar þá niðurstöðu. Þá er ljóst af framangreindum framburði vitna um ástand brotaþola skömmu eftir atvikið að brotaþoli hefur orðið fyrir miklu áfalli. Þegar allt framanritað er virt þykir ekki varhugavert að telja nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða,“ segir í niðurstöðu dómsins. Maðurinn var eins og áður segir dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni milljón krónur í miskabætur. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 25 ára gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í júní 2015. Maðurinn, Fjölnir Guðsteinsson, var ákærður fyrir að hafa haft samræði og endaþarmsmök við konu gegn vilja hennar þar sem hann notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi lýsti ákærði því að samræði við konuna hefði verið með hennar samþykki. Þau hafi kysst á skemmtistað og síðan farið saman í leigubíl heim til hans. Þá hafi þau farið beint inn í herbergi og fyrir dómi lýsti hann því hvernig eitt leiddi af öðru þar til þau hafi byrjað að hafa samræði. Önnur kona, sem í dómnum er nefnd D, var með þeim upp í rúmi en ákærði sagðist ekki hafa tekið eftir því hvort hún var vakandi eða sofandi.Fannst óþægilegt að maðurinn var „svolítið utan í henni“ Konan lýsti því fyrir dómi að hún hefði hitt ákærða á tilteknum skemmtistað en mundi lítið eftir því eða leigubílaferðinni heim til mannsins. Hún sagði hann hafa verið „svolítið utan í henni og hafi henni fundist það frekar óþægilegt. Hún mundi ekki eftir því að hafa farið með ákærða inn á salerni á E en eitthvert daður hafi verið milli þeirra af hálfu beggja. Hún mundi ekki eftir að hafa farið inn í herbergi með ákærða strax eftir komuna á heimili hans en hún gat hvorki játað því né neitað. Hún mundi ekki eftir því að hafa haft munnmök við ákærða þá en gat hvorki játað því né neitað. Hún mundi eftir því að ákærði hafi farið í sturtu og þá mundi hún eftir því að hafa séð hann nakinn inni í íbúðinni. Þá kvaðst hún muna eftir því að D og ákærði hafi verið saman inni í herbergi en hún gat ekki borið um það hvað þau hafi verið að gera þar. Hún taldi sig muna eftir því að ákærði hafi talað um að hann, D og brotaþoli færu í þríhyrning en hún hafi talið að um djók væri að ræða,“ segir í dómi héraðsdóms.Var það full að hún mundi lítið eftir kvöldinu Konan lýsti því síðan að hún hefði farið ein inn í herbergi og lagst þar upp í rúm í öllum fötunum. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við að maðurinn og hin konan hefðu komið inn í herbergið og hún mundi ekki meir fyrr en hún vaknaði við það að maðurinn væri að reyna að hafa endaþarmsmök við hana. Það hefði henni fundist vont en hugsanlega hefði hann ekki náð að fara alveg inn. „Þegar hún hafi hreyft sig hafi ákærði snúið sér undan og hafi hún þá litið á D og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Brotaþoli kvaðst hafa lyft upp sænginni, hafi buxur hennar verið niðri á lærunum og hafi D sagt henni að koma fram og hafi hún þá farið inn á klósett og verið í sjokki. Þær D hafi síðan farið á lögreglustöðina. Hún kvaðst hafa átt að mæta til vinnu um morguninn en hætt við það þar sem hún hefði verið orðin það drukkin. Hún kvaðst enga minningu hafa um að ákærði hefði haft samfarir við hana í leggöng. Hún kvaðst hafa verið það full umrætt sinn að hún myndi lítið eftir kvöldinu,“ segir í dómi héraðsdóms.Trúverðugur framburður konunnar Í niðurstöðu dómsins segir að framburður konunnar sem maðurinn var ákærður fyrir að nauðga hafi verið trúverðugur. Þá hafi hann jafnframt verið studdur framburði hinnar konunnar sem var í rúminu að því leyti að hún sagði að konan hefði verið sofandi þegar hún lagðist upp í rúm hjá henni. Framburður ákærða hafi hins vegar verið í ósamræmi við þetta. „Þrátt fyrir að hugsanlegt sé að einhver kynferðisleg samskipti hafi átt sér stað milli ákærða og brotaþola fyrr um kvöldið þegar þau voru nýkomin heim til ákærða ber að hafa í huga að ákærði fer upp í rúm til sofandi konu í þeim tilgangi að eiga við hana mök. Er ekkert fram komið sem styður það að brotaþoli hafi veitt samþykki sitt fyrir þessari hegðun ákærða og styður framburður vitnisins D um viðbrögð brotaþola þegar hún vaknar þá niðurstöðu. Þá er ljóst af framangreindum framburði vitna um ástand brotaþola skömmu eftir atvikið að brotaþoli hefur orðið fyrir miklu áfalli. Þegar allt framanritað er virt þykir ekki varhugavert að telja nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar þykir rétt færð til refsiákvæða,“ segir í niðurstöðu dómsins. Maðurinn var eins og áður segir dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða konunni milljón krónur í miskabætur.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira