Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. Fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump og viðskiptafélagi hans sátu í stofufangelsi í byrjun vikunnar vegna rannsóknarinnar og maður sem starfaði sem utanríkismálaráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni hefur nú viðurkennt að hafa logið að lögreglu um samskipti við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Málið er gríðarlega umfangsmikið og hafa erlendir fjölmiðlar á borð við Washington Post, DR, NRK, SVT og fleiri reynt að taka málið saman.Robert Mueller.Vísir/AFPHver rannsakar hvað?Ákærurnar koma fram í tengslum við rannsókn á tengslum Rússlands og starfsmanna í kosningaliði Trumps forseta. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI standa að rannsókninni, en það er Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem starfaði sem forstjóri FBI á árunum 2001 til 2013, sem stýrir henni. Rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump hefur staðið yfir frá því á síðasta ári. Mueller var settur yfir rannsóknina sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Í viðtali skömmu síðar viðurkenndi Trump að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.Að hverjum beinist rannsóknin núna?Kastljósið beindist á mánudaginn að þremur mönnum: Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og Rick Gates, viðskiptafélaga hans, auk George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa Trump í kosningabaráttunni. Ákæran á hendur Manafort og Gates snýr að meintum brotum sem eiga að hafa átt sér stað áður en þeir gengu til liðs við Trump og kosningabaráttu hans. Ákæruliðirnir tólf snúa að málum sem áttu sér stað á árunum 2006 til 2015 þegar þeir störfuðu fyrir úkraínska stjórnmálamenn á bandi Rússlandsstjórnar.Paul Manafort.Vísir/AFPEiga þeir Manafort og Gates að hafa gerst sekir um skattaundanskot og peningaþvætti, en þeir störfuðu fyrir Viktor Janúkóvitsj, sem gegndi embætti forseta Úkraínu á árunum 2010 til 2014, og flokk hans. Í ákærunni kemur fram að grunur leiki á að Manafort hafi flutt jafnvirði um 7,5 milljarða króna milli leynireikninga á Kýpur, Seychelles-eyjum og Sankti Vincent. Manafort og Gates neita báðir sök í málinu. Manafort hóf störf í kosningaliði Trump í upphafi árs 2016 og var skipaður kosningastjóri í júní sama ár. Hann var hins vegar látinn fara eftir ásakanir um að hann hafi þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki Janúkóvitsj fyrir sín störf. Ákæran á hendur Papadopoulos snertir betur kjarna þess sem Mueller og teymi hans var ætlað að rannsaka. Papadopoulos hefur nú viðurkennt að hafa logið að starfsmönnum alríkislögreglunnar þegar hann var spurður um samskipti sín við prófessor nokkurn sem hafði náin tengsl við ríkisstjórn Rússlands. Á sá að hafa boðið Papadopoulos gögn sem myndu sverta Hillary Clinton, andstæðing Trump í forsetakosningunum. Papadopoulos reyndi ítrekað að koma á fundi á milli framboðs Trump og Kremlverja í fyrra. Svo virðist þó sem að slíkur fundur hafi ekki átt sér stað. Eftir að Papadopoulos hafði logið að FBI um eðli og tímasetningu samskipta sinna við Rússana reyndi hann meðal annars að eyða Facebook-reikningi sínum þar sem samskiptin fóru að hluta til fram.Papadopoulos hefur nú náð samkomulagi við saksóknarana og virðist nú starfa að einhverju leyti með Mueller og teymi hans að rannsókn málsins.Hvað með Trump? Fréttaskýrendur segja rétt að gera greinarmun á ásökunum á hendur Manafort og Gates annars vegar og Papadopoulos hins vegar. Eins og staðan er nú virðist ekki mikið benda til þess að Trump hafi vitað um meint brot Manafort. Því virðist sem svo að þær ákærur hafi mestmegnis einungis áhrif á forsetann óbeint, en Rússarannsóknin hefur hvílt eins og þrumuský yfir störfum Trump í stóli forseta frá fyrsta degi. Hætta er hins vegar á að ákæra á hendur Papadopoulos kunni að reynast forsetanum erfiðari þar sem hér sé um að ræða brot sem eiga að hafa átt sér stað þegar Papadopoulos starfaði fyrir Trump og kunna að benda til tengsla ráðamanna í Rússlandi og Trump og félaga hans. Að mati Vox snýst mál Papadopoulos ekki síst um það hverjum, ef einhverjum, hann hafi greint frá að Rússar byggju yfir gögnum sem kynnu að sverta Clinton og framboð hennar. Og hvort þessi vitneskja ratað alla leið til Trump? Trump tjáði sig um ákærurnar á hendur Manafort og benti þar á að meint brot hafi átt sér stað fyrir mörgum árum, áður en hann hafi gengið til liðs við framboð Trump. Svo spyr hann af hverju Clinton og Demókratar séu ekki til rannsóknar. Forsetinn hefur enn ekki tjáð sig um ákæru á hendur Papadopoulos.Sorry, but this is years ago, before Paul Manafort was part of the Trump campaign. But why aren't Crooked Hillary & the Dems the focus?????— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2017 AP greinir frá því að Manafort eigi yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsi og Gates allt að 70 ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Seychelleseyjar Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent
Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. Fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump og viðskiptafélagi hans sátu í stofufangelsi í byrjun vikunnar vegna rannsóknarinnar og maður sem starfaði sem utanríkismálaráðgjafi Donald Trump í kosningabaráttunni hefur nú viðurkennt að hafa logið að lögreglu um samskipti við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Málið er gríðarlega umfangsmikið og hafa erlendir fjölmiðlar á borð við Washington Post, DR, NRK, SVT og fleiri reynt að taka málið saman.Robert Mueller.Vísir/AFPHver rannsakar hvað?Ákærurnar koma fram í tengslum við rannsókn á tengslum Rússlands og starfsmanna í kosningaliði Trumps forseta. Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI standa að rannsókninni, en það er Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem starfaði sem forstjóri FBI á árunum 2001 til 2013, sem stýrir henni. Rannsókn alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump hefur staðið yfir frá því á síðasta ári. Mueller var settur yfir rannsóknina sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Í viðtali skömmu síðar viðurkenndi Trump að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.Að hverjum beinist rannsóknin núna?Kastljósið beindist á mánudaginn að þremur mönnum: Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, og Rick Gates, viðskiptafélaga hans, auk George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa Trump í kosningabaráttunni. Ákæran á hendur Manafort og Gates snýr að meintum brotum sem eiga að hafa átt sér stað áður en þeir gengu til liðs við Trump og kosningabaráttu hans. Ákæruliðirnir tólf snúa að málum sem áttu sér stað á árunum 2006 til 2015 þegar þeir störfuðu fyrir úkraínska stjórnmálamenn á bandi Rússlandsstjórnar.Paul Manafort.Vísir/AFPEiga þeir Manafort og Gates að hafa gerst sekir um skattaundanskot og peningaþvætti, en þeir störfuðu fyrir Viktor Janúkóvitsj, sem gegndi embætti forseta Úkraínu á árunum 2010 til 2014, og flokk hans. Í ákærunni kemur fram að grunur leiki á að Manafort hafi flutt jafnvirði um 7,5 milljarða króna milli leynireikninga á Kýpur, Seychelles-eyjum og Sankti Vincent. Manafort og Gates neita báðir sök í málinu. Manafort hóf störf í kosningaliði Trump í upphafi árs 2016 og var skipaður kosningastjóri í júní sama ár. Hann var hins vegar látinn fara eftir ásakanir um að hann hafi þegið milljónir dollara frá stjórnmálaflokki Janúkóvitsj fyrir sín störf. Ákæran á hendur Papadopoulos snertir betur kjarna þess sem Mueller og teymi hans var ætlað að rannsaka. Papadopoulos hefur nú viðurkennt að hafa logið að starfsmönnum alríkislögreglunnar þegar hann var spurður um samskipti sín við prófessor nokkurn sem hafði náin tengsl við ríkisstjórn Rússlands. Á sá að hafa boðið Papadopoulos gögn sem myndu sverta Hillary Clinton, andstæðing Trump í forsetakosningunum. Papadopoulos reyndi ítrekað að koma á fundi á milli framboðs Trump og Kremlverja í fyrra. Svo virðist þó sem að slíkur fundur hafi ekki átt sér stað. Eftir að Papadopoulos hafði logið að FBI um eðli og tímasetningu samskipta sinna við Rússana reyndi hann meðal annars að eyða Facebook-reikningi sínum þar sem samskiptin fóru að hluta til fram.Papadopoulos hefur nú náð samkomulagi við saksóknarana og virðist nú starfa að einhverju leyti með Mueller og teymi hans að rannsókn málsins.Hvað með Trump? Fréttaskýrendur segja rétt að gera greinarmun á ásökunum á hendur Manafort og Gates annars vegar og Papadopoulos hins vegar. Eins og staðan er nú virðist ekki mikið benda til þess að Trump hafi vitað um meint brot Manafort. Því virðist sem svo að þær ákærur hafi mestmegnis einungis áhrif á forsetann óbeint, en Rússarannsóknin hefur hvílt eins og þrumuský yfir störfum Trump í stóli forseta frá fyrsta degi. Hætta er hins vegar á að ákæra á hendur Papadopoulos kunni að reynast forsetanum erfiðari þar sem hér sé um að ræða brot sem eiga að hafa átt sér stað þegar Papadopoulos starfaði fyrir Trump og kunna að benda til tengsla ráðamanna í Rússlandi og Trump og félaga hans. Að mati Vox snýst mál Papadopoulos ekki síst um það hverjum, ef einhverjum, hann hafi greint frá að Rússar byggju yfir gögnum sem kynnu að sverta Clinton og framboð hennar. Og hvort þessi vitneskja ratað alla leið til Trump? Trump tjáði sig um ákærurnar á hendur Manafort og benti þar á að meint brot hafi átt sér stað fyrir mörgum árum, áður en hann hafi gengið til liðs við framboð Trump. Svo spyr hann af hverju Clinton og Demókratar séu ekki til rannsóknar. Forsetinn hefur enn ekki tjáð sig um ákæru á hendur Papadopoulos.Sorry, but this is years ago, before Paul Manafort was part of the Trump campaign. But why aren't Crooked Hillary & the Dems the focus?????— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 30, 2017 AP greinir frá því að Manafort eigi yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsi og Gates allt að 70 ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir.