Enski boltinn

Leicester City fékk meiri Meistaradeildarpening en Real Madrid 2016-17

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy fagnar marki.
Jamie Vardy fagnar marki. Vísir/Getty
Real Madrid vann Meistaradeildina 2016-17 en enska félagið Leicester City fékk engu að síður meiri pening og ítalska félagið Juventus fékk mest allra félaga.

Leicester City komst í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Atletico Madrid. Þessi frammistaða skilaði liðinu 81,7 milljónum evra eða meira en tíu milljörðum íslenskra króna.

Ástæða þess að Leicester City fær meira en spænsku Evrópumeistararnir er að það er mismundandi skipting eftir markaðssvæðum.  Það er betra að koma frá Englandi en frá á Spáni.

Real Madrid hafði 81 milljón evra upp úr krafsinu eða rétt rúmlega tíu milljarða.

Ekkert félag fékk þó meira en Juventus sem tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleiknum. Juventus fékk 110,4 milljónir evra fyrir tímabilið eða 13,8 milljarða íslenskra króna.

UEFA greiddi alls út 1,396 milljarða evra til félaganna sem tóku þátt í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Manchester United fékk 44,5 milljónir evra fyrir að vinna Evrópudeildina eða rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna.

Hér má sjá umfjöllun BBC um skiptingu Meistaradeildarpeninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×