Handbolti

Guðlaugur: Við þorðum ekki í þennan leik

Benedikt Grétarsson skrifar
Úr leiknum í Valshöllinni í kvöld.
Úr leiknum í Valshöllinni í kvöld. vísir/stefán
„Í stuttu máli má bara segja að við höfum orðið okkur til skammar hérna í fyrri hálfleik. Við vorum bara mjög lélegir frá a til ö, alveg frá markmanni sem og í vörn og sókn. Við þorðum ekki í þennan leik, það er bara ósköp einfalt,“ sagði hundfúll Guðlaugur Arnarsson eftir 21-33 niðurlæginguna gegn FH.

En eiga meistararnir ekki að vera vanir því að mæta klárir í svona leiki?

„Algjörlega. Við þjálfararnir þurfum núna að leggjast yfir þetta og leita skýringa. Við erum ofboðslega óánægðir hvernig við mætum inn í þennan leik. Spennustigið er bara ekki got og við virðumst halda að við getum bara gírað okkur inn í leikinn sjálfkrafa.“

„FH-ingar mættu bara tilbúnari á öllum sviðum. Þeir voru mörgum skrefum á undan okkur í öllum aðgerðum í kvöld. Það verður að hrósa þeim fyrir það.“

Handboltaáhugafólk spyr sig vikulega hvort að Snorri Steinn Guðjónsson ætli virkilega ekkert að spila með Val í vetur.

„Hann er bara að sinna góðu starfi á hliðarlínunni líka. Við erum bara með ákveðið konsept sem við vinnum eftir og við höldum því áfram. Það hefur gengið þokkalega fram að þessum leik, Við þurfum bara að læra af þessu og ná vopnum okkar aftur,“ sagði Guðlaugur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×