„Við fengum annað tækifæri í lífinu“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2017 19:30 Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu. Ísak Snær Ægisson og Kara Lind Óskarsdóttir voru á meðal þeirra rúmlega 14 þúsund aðdáenda söngkonunnar Ariönu Grande sem staddir voru á tónleikum hennar á Manchester Arena þann 22. maí. Þar létust 22 tónleikagestir þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við inngang leikvangsins. Þau Ísak og Kara segjast einfaldlega hafa hlaupið eins hratt og fætur toguðu þegar þau áttuðu sig á því hvernig í pottinn var búið og telja sig afar heppin að hafa sloppið ómeidd. Þau segja áfallið talsvert og þau séu enn óstyrk og vör um sig þegar þau heyra háa hvelli eða óvenjuleg hljóð á almannafæri. Þau segjast lengi hafa vilja leggja eitthvað af mörkum og ákváðu því að stofna söfnunarvefinn isakandkara.com þar sem hægt er að styrkja barnaspítalann Royal Manchester Children's Hospital. Þau vonast til þess að safna sem hæstri upphæð sem þau ætla svo að afhenda forsvarsmönnum spítalans persónulega í janúar.Rætt var við Ísak Snæ og Köru Lind í kvöldfréttum Stöðvar 2, en viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira