Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Garðar Örn Úlfarsson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 24. október 2017 04:00 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum. Vísir/Getty Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45