Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. október 2017 06:00 Langri baráttu Ágústs Arnars Ágústssonar fyrir að fá viðurkenningu á því að hann sé forstöðumaður Zuism lauk í byrjun október. Mynd/Úr einkasafni „Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00