Leikmenn Lazio mæta allir í leikinn í kvöld í treyju með mynd af Önnu Frank Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 16:30 Anna Frank. Vísir/Getty Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá. Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá.
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira