„Terry frændi“ og Weinstein-áhrifin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 11:15 Terry Richardson og fyrirsætan Enriko Mihalik við tökur á Pirelli dagatalinu árið 2010. Vísir/Getty Þegar fregnir bárust af því í gær að útgáfurisinn Condé Nast hefði sett tískuljósmyndarann Terry Richardson á svartan lista fögnuðu margir. En aðrir stöldruðu við og spurðu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma. Fyrirsætur hafa talað opinberlega um að þeim þyki Terry hafa gengið of langt í myndatökum svo árum skiptir. Áreitni Terry Richardson hafði ekki einu sinni verið leyndarmál, ólíkt áreitni Harvey Weinstein sem hafði verið þögguð niður árum saman. Terry Richardson hefur verið virtur innan tískuheimsins frá tíunda áratug síðustu aldar. Hann hefur myndað fyrir Vogue, Harper‘s Bazaar og GQ, myndað Barack Obama og leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Beyoncé og Miley Cyrus. Aðaleinkenni mynda Richardson eru mikið lýstar, djarfar og tvíræðar myndir þar sem kynferðislegt myndmál er áberandi. Richardson hefur sjálfur talað opinberlega um að myndatökur endi oft á því að fyrirsætur stundi kynlíf með honum. „Ég vil ekki nota neinn. Það er ekki það sem ég geri. Það skemmta sér allir í tökunum mínum,“ sagði Richardson í viðtali þegar hann var að kynna sýninguna Terryworld, þar sem meðal annars mátti sjá fyrirsætur í kynferðislegum athöfnum með ljósmyndaranum. Vísir/Getty Weinstein-áhrifin Margir vilja rekja bann Condé Nast til einhverskonar Weinstein áhrifa, að afleiðingarnar sem fylgdu í kjölfar ásakanna á hendur Harvey Weinstein hafi leitt til þess að Hollywood sé að vakna úr dvala og að loks sé vilji til að takast á við kynferðislega áreitni í bransanum. Hingað til hafði verið nær óhugsandi fyrir konur að standa í hárinu á sér valdameiri mönnum án þess að fórna ferli sínum. „Það eiga allir einhverja svona sögu og ég held að nú séu ákveðin tímamót,“ sagði Oprah Winfrey í samtali við CBS í vikunni. „Ef við látum þetta bara snúast um Harvey Weinstein þá höfum við glatað þessu tækifæri.“ Terry Richardson hefur brugðist við banni Condé Nast. Í yfirlýsingu sagði talskona hans að hann sé „listamaður sem er þekktur fyrir kynferðislegt efni svo að mikið af samskiptum hans við fyrirsætur voru kynferðisleg og djörf en allar fyrirsætur hans voru samþykkar.“ Þá segir að Richardson sé vonsvikinn vegna ákvörðun Condé Nast þar sem hann hafi áður brugðist opinberlega við slíkum ásökunum. Condé Nast hefur ekki viljað tjá sig hvers vegna þessi ákvörðun er tekin nú en ekki fyrr, en fyrstu ásakanir á hendur Richardson má rekja til ársins 2001. Bað um túrtappa til að leika sér með Danska fyrirsætan Rie Rassmusen steig einnig fram árið 2010 og sagði framkomu Richardson óviðeigandi „Hann notar ungar stelpur, spilar með þeim svo þær klæða sig úr fötunum og tekur myndir af þeim sem þær munu skammast sín fyrir. Þær eru of hræddar við að segja nei því þær voru bókaðar í verkefnið og eru of ungar til að standa með sjálfum sér. Hans „lúkk“ er stelpur sem líta út fyrir að vera undir lögaldri, misnotaðar og líta út eins og heróín fíklar... Ég skil ekki hvers vegna einhver vinnur með honum,“ sagði Rasmussen. Í kjölfarið stigu fjölmargar konur fram og sögðu frá samskiptum sínum við Richardson. Þeirra á meðal var fyrirsætan og ljósmyndarinn Jamie Peck fram sem vann með Richardson tvisvar þegar hún var nítján ára gömul. Hún segir að í fyrra skiptið hafi Richardson verið indæll en ákveðinn og beðið hana að kalla sig „Terry frænda,“ sem er viðurnefni sem hefur náð að festast við ljósmyndarann. Annað var uppi á teningnum í seinna skiptið. „Ég sagði honum að ég væri á blæðingum og að ég vildi ekki fara úr nærbuxunum og hann bað mig að fjarlægja túrtappann svo hann gæti leikið sér með hann. „Ég elska túrtappa!“ sagði hann, í þessum geðsjúka hressa tón sem sannfærir svo margar stúlkur um að það sem er gaman fyrir Terry frænda er líka gaman fyrir þær,“ sagði Peck í samtali við fjölmiðla árið 2010. Richardson hefur meðal annars unnið mikið með söngkonunni Lady GagaVísir/Getty Peck segist hafa áhyggjur af því að tískuiðnaðurinn muni missa af augljósu tækifæri til að horfast í augu við það vandamál að fyrirsætur séu misnotaðar. „Þetta er ekki glæpur, það sem hann gerði. Það er hluti af vandamálinu. Ég hef aldrei sakað hann um að fremja glæp, en það þýðir ekki að það sem hann gerði hafi verið í lagi,“ segir Peck. „Lágmarks viðmiðið um hvenær þú ert að fremja glæp er ekki sérstaklega gott viðmið. Svona ú hvað kemst ég eiginlega upp með?“ Verndaður af áhrifafólki Tískublaðamaðurinn Caryn Franklin var sú fyrsta sem skrifaði um hegðun Richardson árið 2013. Hún telur augljóst að rekja megi bannið til Weinstein-áhrifa. Þeir hafi báðir lengi verið undir verndarvæng annars áhrifamikils fólks. „Fólk sem ég ber virðingu fyrir hefur komið til mín og sagt „En hann er mjög góð manneskja þú þekkir hann einfaldlega ekki.“ Fólk hefur sagt að ég vilji bara eyðileggja feril hans,“ segir Franklin. Franklin hefur ásamt fyrirsætunum Cameron Russell og Edie Campbell, hafið herferð sem á að vernda ungar konur í tískuiðnaðinum. Áður en fréttir af banni Condé Nast bárust hafði verið tilkynnt að New York hyggst setja á lög sem verndi fyrirsætur á tökustað. Samkvæmt þeim verða tískuhús og tímarit ábyrg ef upp kemst um áreitni á vinnustað. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, The Telegraph, Jezebel og CNN. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Ljósmyndun Tengdar fréttir Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því í gær að útgáfurisinn Condé Nast hefði sett tískuljósmyndarann Terry Richardson á svartan lista fögnuðu margir. En aðrir stöldruðu við og spurðu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma. Fyrirsætur hafa talað opinberlega um að þeim þyki Terry hafa gengið of langt í myndatökum svo árum skiptir. Áreitni Terry Richardson hafði ekki einu sinni verið leyndarmál, ólíkt áreitni Harvey Weinstein sem hafði verið þögguð niður árum saman. Terry Richardson hefur verið virtur innan tískuheimsins frá tíunda áratug síðustu aldar. Hann hefur myndað fyrir Vogue, Harper‘s Bazaar og GQ, myndað Barack Obama og leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Beyoncé og Miley Cyrus. Aðaleinkenni mynda Richardson eru mikið lýstar, djarfar og tvíræðar myndir þar sem kynferðislegt myndmál er áberandi. Richardson hefur sjálfur talað opinberlega um að myndatökur endi oft á því að fyrirsætur stundi kynlíf með honum. „Ég vil ekki nota neinn. Það er ekki það sem ég geri. Það skemmta sér allir í tökunum mínum,“ sagði Richardson í viðtali þegar hann var að kynna sýninguna Terryworld, þar sem meðal annars mátti sjá fyrirsætur í kynferðislegum athöfnum með ljósmyndaranum. Vísir/Getty Weinstein-áhrifin Margir vilja rekja bann Condé Nast til einhverskonar Weinstein áhrifa, að afleiðingarnar sem fylgdu í kjölfar ásakanna á hendur Harvey Weinstein hafi leitt til þess að Hollywood sé að vakna úr dvala og að loks sé vilji til að takast á við kynferðislega áreitni í bransanum. Hingað til hafði verið nær óhugsandi fyrir konur að standa í hárinu á sér valdameiri mönnum án þess að fórna ferli sínum. „Það eiga allir einhverja svona sögu og ég held að nú séu ákveðin tímamót,“ sagði Oprah Winfrey í samtali við CBS í vikunni. „Ef við látum þetta bara snúast um Harvey Weinstein þá höfum við glatað þessu tækifæri.“ Terry Richardson hefur brugðist við banni Condé Nast. Í yfirlýsingu sagði talskona hans að hann sé „listamaður sem er þekktur fyrir kynferðislegt efni svo að mikið af samskiptum hans við fyrirsætur voru kynferðisleg og djörf en allar fyrirsætur hans voru samþykkar.“ Þá segir að Richardson sé vonsvikinn vegna ákvörðun Condé Nast þar sem hann hafi áður brugðist opinberlega við slíkum ásökunum. Condé Nast hefur ekki viljað tjá sig hvers vegna þessi ákvörðun er tekin nú en ekki fyrr, en fyrstu ásakanir á hendur Richardson má rekja til ársins 2001. Bað um túrtappa til að leika sér með Danska fyrirsætan Rie Rassmusen steig einnig fram árið 2010 og sagði framkomu Richardson óviðeigandi „Hann notar ungar stelpur, spilar með þeim svo þær klæða sig úr fötunum og tekur myndir af þeim sem þær munu skammast sín fyrir. Þær eru of hræddar við að segja nei því þær voru bókaðar í verkefnið og eru of ungar til að standa með sjálfum sér. Hans „lúkk“ er stelpur sem líta út fyrir að vera undir lögaldri, misnotaðar og líta út eins og heróín fíklar... Ég skil ekki hvers vegna einhver vinnur með honum,“ sagði Rasmussen. Í kjölfarið stigu fjölmargar konur fram og sögðu frá samskiptum sínum við Richardson. Þeirra á meðal var fyrirsætan og ljósmyndarinn Jamie Peck fram sem vann með Richardson tvisvar þegar hún var nítján ára gömul. Hún segir að í fyrra skiptið hafi Richardson verið indæll en ákveðinn og beðið hana að kalla sig „Terry frænda,“ sem er viðurnefni sem hefur náð að festast við ljósmyndarann. Annað var uppi á teningnum í seinna skiptið. „Ég sagði honum að ég væri á blæðingum og að ég vildi ekki fara úr nærbuxunum og hann bað mig að fjarlægja túrtappann svo hann gæti leikið sér með hann. „Ég elska túrtappa!“ sagði hann, í þessum geðsjúka hressa tón sem sannfærir svo margar stúlkur um að það sem er gaman fyrir Terry frænda er líka gaman fyrir þær,“ sagði Peck í samtali við fjölmiðla árið 2010. Richardson hefur meðal annars unnið mikið með söngkonunni Lady GagaVísir/Getty Peck segist hafa áhyggjur af því að tískuiðnaðurinn muni missa af augljósu tækifæri til að horfast í augu við það vandamál að fyrirsætur séu misnotaðar. „Þetta er ekki glæpur, það sem hann gerði. Það er hluti af vandamálinu. Ég hef aldrei sakað hann um að fremja glæp, en það þýðir ekki að það sem hann gerði hafi verið í lagi,“ segir Peck. „Lágmarks viðmiðið um hvenær þú ert að fremja glæp er ekki sérstaklega gott viðmið. Svona ú hvað kemst ég eiginlega upp með?“ Verndaður af áhrifafólki Tískublaðamaðurinn Caryn Franklin var sú fyrsta sem skrifaði um hegðun Richardson árið 2013. Hún telur augljóst að rekja megi bannið til Weinstein-áhrifa. Þeir hafi báðir lengi verið undir verndarvæng annars áhrifamikils fólks. „Fólk sem ég ber virðingu fyrir hefur komið til mín og sagt „En hann er mjög góð manneskja þú þekkir hann einfaldlega ekki.“ Fólk hefur sagt að ég vilji bara eyðileggja feril hans,“ segir Franklin. Franklin hefur ásamt fyrirsætunum Cameron Russell og Edie Campbell, hafið herferð sem á að vernda ungar konur í tískuiðnaðinum. Áður en fréttir af banni Condé Nast bárust hafði verið tilkynnt að New York hyggst setja á lög sem verndi fyrirsætur á tökustað. Samkvæmt þeim verða tískuhús og tímarit ábyrg ef upp kemst um áreitni á vinnustað. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, The Telegraph, Jezebel og CNN.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Ljósmyndun Tengdar fréttir Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Sakaður um kynferðislega áreitni í rúm 15 ár: Tískuiðnaðurinn snýr baki við Terry Richardson Tískuhúsin Valentino og Bulgari, auk útgáfurisans Condé Nast, hafa lýst því yfir að þau hyggist hætta að vinna með ljósmyndaranum Terry Richardson. 24. október 2017 22:45