Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 13:00 Gísli Þorgeir á æfingunni í dag. vísir/eyþór Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. „Það er mjög gaman að vera hérna og heiður að fá að spila með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni],“ sagði Gísli í samtali við Vísi eftir æfingu landsliðsins í Valshöllinni í dag.Gísli er yngsti leikmaðurinn í íslenska hópnum, fæddur árið 1999. Það sama ár spilaði Guðjón Valur, sem er 20 árum eldri en Gísli, sinn fyrsta landsleik. „Handbolti spyr ekki um aldur. Hann er enn í heimsklassa og ég stefni á að komast á þann stað sem hann er á,“ sagði Gísli sem var fimm mánaða þegar Guðjón Valur fór á sitt fyrsta stórmót (EM Króatíu 2000). Gísli var afar hógvær aðspurður hvort hann hefði búist við að fá kallið í landsliðið svona snemma. „Markmið mín eru að bæta mig á hverjum einasta degi og leggja mig 110% fram á hverri æfingu. Meira get ég ekki gert og ég uppskar sæti í landsliðinu. Það er mjög flott og ég er mjög ánægður,“ sagði Gísli. FH-ingurinn fór úr olnbogalið á æfingu U-21 árs landsliðsins í sumar og missti fyrir vikið af HM U-19 og U-21 árs og af fyrstu leikjum FH á tímabilinu. Gísli segist vera orðinn góður af meiðslunum. „Ég er orðinn 100% klár og meiðslin eru ekki lengur að hrjá mig. Skotkrafturinn er allur að koma aftur og þetta er bara á uppleið,“ sagði Gísli sem vonast að sjálfsögðu til að fá tækifæri í leikjunum gegn Svíum. „Það yrði frábært og vonandi get ég hjálpað liðinu eitthvað,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30