Ásgeir Örn vonast til að spila annan leikinn gegn Svíum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2017 19:15 Ásgeir Örn ræðir við Pétur Örn Gunnarsson sjúkraþjálfara. vísir/eyþór Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir líklegt að hann geti tekið þátt í vináttulandsleikjunum gegn Svíum í Laugardalshöllinni. Sá fyrri fer fram annað kvöld og sá síðari á laugardaginn. Ásgeir Örn hefur glímt við meiðsli í upphafi tímabils og lítið komið við sögu hjá sínu félagsliði, Nimes í Frakklandi. Hann segist þó vera á batavegi. „Staðan er þokkaleg. Þetta er búið að vera frekar hægt haust en ég er allur að koma til. Núna er þetta allt á uppleið,“ sagði Ásgeir Örn sem hefur verið meiddur mjöðm síðan í lok ágúst. Aðspurður sagðist Ásgeir Örn vera bjartsýnn á að geta spilað allavega annan leikinn gegn Svíum. Ásgeir Örn, sem er 33 ára, er næstelsti leikmaðurinn í íslenska hópnum sem er mjög ungur að þessu sinni.„Þetta eru ungir og ferskir strákar. Þetta er vissulega nýtt og öðruvísi. Það felast nýjar áskoranir í því. En maður saknar auðvitað gömlu vinanna,“ sagði Ásgeir Örn sem reynir hvað hann getur til að hjálpa yngri leikmönnunum í íslenska liðinu. „Maður gerir það sem maður getur til að hjálpa þeim og gera þetta létt. Við erum allir að reyna að vinna leiki og maður reynir að miðla af reynslunni.“ Ásgeir Örn hefur leikið í Frakklandi síðan 2012, fyrstu tvö árin með Paris Saint-Germain og síðan með Nimes. „Ég gerði nýjan þriggja ára samning í fyrra þannig að ég á þetta tímabil og næsta eftir. Síðan tekur maður stöðuna. Þá verður maður orðinn 35 ára og allt eins líklegt að maður fari heim. En maður veit aldrei,“ sagði Ásgeir Örn. Hauka, uppeldisfélag Ásgeirs Arnar, vantar örvhenta skyttu. Er ekki gráupplagt fyrir hann að fylla það skarð? „Það er aldrei að vita. Maður sér til,“ sagði Ásgeir hlæjandi.Ásgeir Örn hefur leikið 247 landsleiki.vísir/eyþór
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00 Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00 Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30 Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Gísli Þorgeir: Handbolti spyr ekki um aldur Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur væntanlega sína fyrstu landsleiki þegar Ísland mætir Svíþjóð í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöll annað kvöld og á laugardaginn. 25. október 2017 13:00
Létt yfir strákunum í morgun | Myndir Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því sænska í fyrri vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni annað kvöld. Liðin mætast aftur á laugardaginn, sjálfan kjördaginn. 25. október 2017 16:00
Tuttugu ára aldursmunur á leikmönnum A-landsliðsins Það munar rétt tæplega tuttugu árum á tveimur leikmönnum íslenska A-landsliðsins í handbolta sem er að fara mæta Svíum í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardalshöllinni á næstu dögum. 25. október 2017 10:30
Guðjón: Aron á eftir að rita nafn sitt stórum stöfum í sögu Barcelona Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er afar ánægður fyrir hönd Arons Pálmarssonar sem í gær varð formlega leikmaður Barcelona. 24. október 2017 14:30