C. Persónur og leikendur Jón Steindór Valdimarsson skrifar 25. október 2017 16:33 Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar