Tíu leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis: "Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2017 20:00 Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg. Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg.
Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57
Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35
Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00