Útgefandi Viðskiptablaðsins kaupir Frjálsa verslun Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 15:32 Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Vísir/atli Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur keypt viðskiptatímaritið Frjálsa verslun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllusetri og segir að framtíðarútgáfa Frjálsrar verslunar sé í mótun enda stutt síðan gengið var frá kaupunum. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að viðræður um kaup stæðu yfir. Í tilkynningunni kemur fram að auk þess að gefa út tímarit hefur Frjáls verslun gefið út bók um 300 stærstu fyrirtæki landsins sem mun koma út í næsta mánuði. „Myllusetur gefur út Viðskiptablaðið og fjölda sérblaða sem því tengjast. Í Viðskiptablaðinu er lögð áhersla á fréttir úr viðskiptalífinu og umfjöllun um efnahags- og þjóðmál. Auk frétta eru í blaðinu fjölbreytt viðtöl, úttektir og pistlar. Undir merkjum Viðskiptablaðsins eru einnig gefin út tvö tímarit á hverju ári en það eru Áramót og Frumkvöðlar. Myllusetur gefur einnig út Fiskifréttir, sem er sérblað um sjávarútvegsmál. Undir merkjum Fiskifrétta eru gefið út eitt veglegt tímarit á haustmánuðum. Þá kemur sérstakt Kvótablað út í upphafi hvers fiskveiðiárs og bókin Íslenska sjómannaalmanakið er gefin út í lok hvers árs. Auk þess að gefa út prentmiðla heldur Myllusetur úti vefmiðlunum vb.is og fiskifréttir.is,“ segir í tilkynningunni. Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra, í lok síðasta árs. Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hefur keypt viðskiptatímaritið Frjálsa verslun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllusetri og segir að framtíðarútgáfa Frjálsrar verslunar sé í mótun enda stutt síðan gengið var frá kaupunum. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að viðræður um kaup stæðu yfir. Í tilkynningunni kemur fram að auk þess að gefa út tímarit hefur Frjáls verslun gefið út bók um 300 stærstu fyrirtæki landsins sem mun koma út í næsta mánuði. „Myllusetur gefur út Viðskiptablaðið og fjölda sérblaða sem því tengjast. Í Viðskiptablaðinu er lögð áhersla á fréttir úr viðskiptalífinu og umfjöllun um efnahags- og þjóðmál. Auk frétta eru í blaðinu fjölbreytt viðtöl, úttektir og pistlar. Undir merkjum Viðskiptablaðsins eru einnig gefin út tvö tímarit á hverju ári en það eru Áramót og Frumkvöðlar. Myllusetur gefur einnig út Fiskifréttir, sem er sérblað um sjávarútvegsmál. Undir merkjum Fiskifrétta eru gefið út eitt veglegt tímarit á haustmánuðum. Þá kemur sérstakt Kvótablað út í upphafi hvers fiskveiðiárs og bókin Íslenska sjómannaalmanakið er gefin út í lok hvers árs. Auk þess að gefa út prentmiðla heldur Myllusetur úti vefmiðlunum vb.is og fiskifréttir.is,“ segir í tilkynningunni. Forsvarsmenn Heims hafa um nokkurt skeið leitað nýrra eigenda að Frjálsri verslun. Þau systkini Jóhannes, Jón og Steinunn tóku við rekstri félagsins af föður sínum, Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra, í lok síðasta árs.
Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira