Íslenska landsliðið í handbolta vann flottan sigur á Svíþjóð, 31-29, í vináttuleik í Laugardalshöll í kvöld. Liðin mætast aftur á Laugardaginn klukkan 16.00 í Laugardalshöll.
Nokkrir ungir menn þreyttu frumraun sína með íslenska landsliðinu í kvöld, strákar á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson úr FH og Daníel Þór Ingason úr Haukum. Báðir spiluðu virkilega vel.
Geir Sveinsson hefur verið að yngja upp liðið undanfarin misseri og koma inn með þessi umtöluðu kynslóðaskipti en þessir gömlu og nýju menn spiluðu sérstaklega góðan sóknarleik í kvöld.
Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöll og tók þessar myndir sem sjá má hér að neðan.
Nýju strákarnir heilluðu á móti Svíagrýlunni | Myndir

Tengdar fréttir

Umfjöllun og myndir: Ísland - Svíþjóð 31- 29 | Svíarnir lagðir í Höllinni
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur undirbúninginn fyrir EM í Króatíu með tveimur vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð í Laugardalshöllinni.