Framsókn úti á höfuðborgarsvæðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. október 2017 06:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir missir sæti sitt ef marka má könnunina. Vísir/Ernir Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Enginn frambjóðandi Framsóknarflokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum þremur nær inn á þing og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, missir sæti sitt ef marka má skoðanakönnun fréttastofu 365. Samkvæmt könnuninni er Lilja allnokkru frá því að halda sæti sínu á þingi. Hún segir þó flokkinn eiga mikið inni. „Ég er í baráttuhug og vongóð. Á kjördag fyrir ári vorum við að mælast með fjögur prósent í Reykjavík suður en við enduðum með yfir sjö prósent og ég var inni. Nú er maður bara á fullu og heldur áfram að kynna málefnin,“ segir Lilja.Benedikt Jóhannesson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.Þó verður að setja þann fyrirvara við útreikninga Fréttablaðsins að könnunin skiptir Reykjavíkurkjördæmunum ekki í tvennt og er því ekki útilokað að fylgið sé mismunandi á milli kjördæma. Jafnframt er úrtakið í landsbyggðarkjördæmunum minna en á höfuðborgarsvæðinu og vikmörkin því hærri. Þá getur minnsta sveifla breytt því hverjir fá jöfnunarsæti. Öfugt við Framsóknarflokkinn stefnir í að Viðreisn nái ekki inn mönnum í landsbyggðarkjördæmunum þremur. Myndu Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, og Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður því missa sæti sín. Hins vegar myndu allir þingmenn flokksins í höfuðborgarsvæðiskjördæmunum halda sætum sínum samkvæmt könnuninni. Athygli vekur að þótt Flokkur fólksins mælist úti á landsvísu, undir fimm prósenta þröskuldinum og því án möguleika á jöfnunarþingmanni, vantar bara örfá atkvæði til þess að oddviti hans í Suðurkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason, nái inn. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins sem byggjast á könnuninni vantar einungis 23 atkvæði þar upp á og er því sannarlega mjótt á munum. Svo gæti einnig farið að Rúnar Gíslason, frambjóðandi Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, setji Íslandsmet og verði yngsti kjörni þingmaður lýðveldissögunnar. Rúnar er fæddur árið 1996 en hann mælist inni með einungis einu atkvæði meira en Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Könnun fréttastofu: Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu Viðreisn mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn og myndi þrefalda þingmannatöluna ef kosið væri nú. Hvorki Flokkur fólksins né Björt framtíð næðu manni á þing. 26. október 2017 04:00