Svarar ekki gagnrýni forstöðumanns Zúista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. október 2017 06:00 Ágúst Arnar Ágústsson er forstöðumaður Zuism Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Mjög langur tími leið frá því að Ágúst Arnar Ágústsson gerði kröfu um að verða skráður forstöðumaður Zuism þangað til hann fékk viðurkenningu sem slíkur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Sá starfsmaður embættisins sem annast trúfélagaskráningu var harðlega gagnrýndur fyrir stjórnsýslu sína í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér eftir að frétt Fréttablaðsins um málalyktir birtist á þriðjudag. Viðkomandi starfsmaður kveðst ekkert vilja láta hafa eftir sér um ásakanir forstöðumannsins. Flótti virðist brostinn í lið trúfélagsins Zuism. Það sem af er október hafa tíu prósent meðlima safnaðarins sagt sig úr félaginu samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur verið deilt innan félags zúista um hver ætti að veita félaginu forstöðu. Fréttablaðið greindi frá því á þriðjudag að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hefði orðið við kröfu Ágústs og viðurkennt hann sem forstöðumann. Þann dag skráðu sig 168 manns úr Zuism og voru í félaginu í lok miðvikudags 2.380 meðlimir. Yfir þrjú þúsund manns voru skráðir í félagið á tímabili. Í byrjun október voru skráðir 2.651 félagar. Af þeim höfðu 271 sagt sig úr félaginu í gær. Þetta þýðir að fækkað hefur um 10,2 prósent í félaginu á innan við mánuði. Þeir sem höfðu undirtökin hjá zúistum næst á undan Ágústi, sem var meðal upphafsmanna félagsins fyrir fjórum árum, boðuðu endurgreiðslu svokallaðra sóknargjalda til meðlimanna. Það eru tæplega 11.000 krónur á ári sem ríkið borgar Zuism fyrir hvern meðlim eins og öðrum trúfélögum. Ágúst boðaði á miðvikudag að endurgreiðslur hefjist í nóvember, þó ekki til þeirra sem höfðu áður skráð sig úr félaginu. Hann sagði zúista einnig geta valið um að geta látið sinn hlut renna til góðgerðarmála. Á fimmtudag sagði hann svo frá því að 1,1 milljón króna af sóknargjöldum þeirra sem hefðu yfirgefið félagið hefði verið gefin til Barnaspítala Hringsins.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira