Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. október 2017 10:17 Leiðtogar flokkanna sem áttu sæti á Alþingi og þeirra sem mældust með mann inn á þing mættust í setti á föstudagskvöld. Vísir/Ernir Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn. Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira