Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. október 2017 10:17 Leiðtogar flokkanna sem áttu sæti á Alþingi og þeirra sem mældust með mann inn á þing mættust í setti á föstudagskvöld. Vísir/Ernir Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn. Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. Aldrei hafa fleiri flokkar átt sæti á Alþingi en átta flokkar náðu fólki inn í nótt. Heildarkjörsókn á landinu öllu var 81,2 prósent. Björt framtíð dettur út af þingi. Ljóst er að engin þriggja flokka stjórn verður mynduð án aðkomu bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að honum hugnist ekki ríkisstjórn fleiri en tveggja flokka. Ekki er möguleiki á tveggja flokka meirihlutastjórn, en VG og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru stærst eru samtals með 42,1 prósent. Stærsti þriggja flokka meirihlutinn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar með 35 manna meirihluta.Þetta er hið nýja þing í heild sinni.Grafík/GvendurMargir möguleikar í stöðunni Þá er einnig möguleiki á þriggja flokka meirihluta Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar með 34 manna meirihluta. Sömuleiðis eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Miðflokkurinn með 35 manna meirihluta. Þá væru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Píratar með 33 manna meirihluta. Ljóst er að töluvert auðveldara væri að mynda fjögurra flokka stjórn og eru ýmsir möguleikar í þeirri stöðu. Þó verður fróðlegt að vita hvaða flokkar eru tilbúnir að vinna saman.Katrín og Bjarni leiða stærstu flokkanna en Óttarr og Björt framtíð eru dottin af þingi.Vísir/ErnirVersta kosning Framsóknarflokksins frá upphafi Um er að ræða næstverstu niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Versta kosning flokksins var árið 2009 í kjölfar bankahrunsins þegar flokkurinn hlaut 23,7 prósent atkvæða en flokkurinn endaði nú með 25,2 prósent atkvæða. Þá er um að ræða verstu kosningu Framsóknarflokksins frá stofnun. Versta niðurstaða flokksins var í kosningunum í fyrra þegar flokkurinn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Nú hlaut flokkurinn 10,7 prósent atkvæða. Flokkurinn er þó með 8 þingmenn en minnst hefur flokkurinn haft 7 þingmenn. Það var eftir alþingiskosningar árið 2007 þegar flokkurinn hlaut 11,7 prósent atkvæða. Kynjahlutföll eru verri eftir kosningarnar nú en í fyrra. 39 karlar fá sæti á þingi og 24 konur samanborið við 33 karla og 30 konur eftir kosningarnar í fyrra. Athygli vekur að Samfylkingin hlýtur rúmlega 2500 fleiri atkvæði en Framsóknarflokkurinn en er þó með færri þingmenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira