Uppbótarþingmaður Samfylkingarinnar: „Vildi ekki gera neitt til að „jinxa“ þetta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2017 11:55 Albertína Friðbjörg hefur aldrei tekið sæti á Alþingi áður. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir náði kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hún er ein af nýju þingmönnunum sem aldrei hefur tekið sæti á Alþingi áður. „Ég viðurkenni að ég lagði mig milli fjögur og sjö. Ég var inni þegar ég fór að sofa og ennþá inni þegar ég vaknaði. Svo beið maður eftur Norðvestur og Kraganum,“ segir Albertína en hún er uppbótarþingmaður Norðausturkjördæmis. Þeir sem eru í uppbótarsætunum um miðja kosninganótt eiga flestir svefnlitlar nætur og hún var engin undantekning. Albertína Friðbjörg er búsett á Akureyri, en hún er framkvæmdastjóri jarðorkufyrirtækisins Eims, og hefur í hyggju að búa þar áfram eftir að hún hefur tekið sæti. Hún segist ekki enn vera búin að plana neitt hvernig fyrirkomulagið verður, það verði að skýrast. „Ég þorði ekki að gera neitt í gær til að „jinxa“ þetta. Ég er ekki búin að græja neitt en það verður sett á fullt núna. Ég var í ofboðslega áhugaverðu starfi áður en ég kom inn á þing og ég hugsa að sú reynsla muni koma til með að nýtast vel.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar rúmlega tvöfaldast frá því sem áður var, fer úr þremur mönnum í sjö. Um tíma í nótt var flokkurinn með átta menn inni á þingi en þegar yfir lauk voru þeir sjö talsins. Albertína segist ánægð með niðurstöðuna þó hún hafi vissulega vonast eftir enn fleiri þingmönnum miðað við niðurstöður skoðanakannana síðustu daga. „Við fundum fyrir miklum meðbyr. Á ferðalagi okkar um kjördæmið var mikið fjör og fundirnir vel sóttir,“ segir Albertína. „Ég er ofboðslega þakklát öllum þeim sem að studdu okkur í þessari baráttu og sýndu stuðning í verki. Ég er gríðarlega spennt að takast á við þetta nýja verkefni.“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Samfylkingin bætir við sig manni og Píratar ná ekki inn Lokatölur úr Norðausturkjördæmi bárust klukkan 8:30. 29. október 2017 08:47