Frjálslyndi víkur fyrir afturhaldssemi með hækkandi aldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 22:45 Pawel Bartoszek, Jóna Sólveig Einarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson eru á meðal þingmanna í yngri kantinum sem missa sæti sín á þingi í kosningunum. Vísir/Samsett mynd Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segist klárlega sjá fram á breyttar áherslur á þingi með hækkandi meðalaldri þingmanna. Meðalaldur þingsins hækkaði um 6 ár í kosningunum í gær. Samkvæmt handbók Alþingis fyrir síðasta ár var meðalaldur þingheims 43,1 ár við upphaf síðasta þings, sá lægsti í sögunni. Það þing sem kjörið var í kosningunum í gær er hins vegar töluvert eldra. Meðalþingmaðurinn er nú rúmlega fjörutíu og níu og hálfs árs gamall en meðalaldur hefur ekki verið hærri síðan 2007.Eldri í staðnn fyrir yngri Af nýju þingmönnunum 63 eru tólf á sjötugsaldri, nítján á sextugsaldri, tuttugu og tveir á fimmtugsaldri, átta á fertugsaldri og tveir á þrítugsaldri. Nokkur fjöldi ungra þingmanna missir sæti sín en á meðal þeirra eru Hildur Sverrisdóttir, fædd 1978, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jóna Sólveig Einarsdóttir, fædd 1985, og Pawel Bartozek, fæddur 1980, fyrir Viðreisn, Gunnar Hrafn Jónsson, fæddur 1981, og Eva Pandóra Baldursdóttir, fædd 1990, fyrir Pírata. Flokkur fólksins er rúmlega sextugur að meðaltali og Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 51 árs en báðir flokkarnir koma nýir inn á þing. Þá hækkaði meðalaldur allra hinna flokkanna nema Samfylkingarinnar, sem yngist á milli kosninga.Sjá einnig: Nítján nýir þingmenn taka sætiPawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar.Mynd/Anton BrinkAllt annað þing, hópur og dýnamíkPawel Bartoszek, fráfarandi þingmaður Viðreisnar, segir nýtt og eldra þing síðra nú eftir að hann náði ekki kjöri. „Ég náttúrulega barðist fyrir því að ná inn á þing, vegna þess að ég taldi að þingið yrði betra með mér en án. Þess vegna finnst mér þingið eðlilega örlítið síðra núna vegna þess að ég er ekki þar. En það þýðir ekkert að deila við dóm þjóðarinnar um það,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Aðspurður segir Pawel að hár aldur þingmanna sem koma inn í stað þeirra yngri muni skila sér í breyttum áherslum á Alþingi. „Klárlega, þetta er allt annað þing, allt annar hópur og allt önnur dýnamík. Hin frjálslynda miðja víkur að einhverju leyti fyrir talsvert afturhaldssamari miðju,“ segir Pawel sem öðru fremur er þó þakklátur fyrir tíma sinn á þingi. „Þó maður sé auðvitað svekktur yfir því að vera ekki í lengur í því hlutverki að vera á þingi þá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira