Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:15 Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs Sigurðarsonar í gær. Þeir munu leika í nýjum búningum í Rússlandi. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30
Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00