Sýknaður af því að berja fyrrverandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2017 06:00 Lögregla mætti á staðinn og tók myndir af áverkum konunnar. Það þótti ekki nægt til sönnunar. Vísir/Eyþór Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira