Sýknaður af því að berja fyrrverandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2017 06:00 Lögregla mætti á staðinn og tók myndir af áverkum konunnar. Það þótti ekki nægt til sönnunar. Vísir/Eyþór Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira