Sýknaður af því að berja fyrrverandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2017 06:00 Lögregla mætti á staðinn og tók myndir af áverkum konunnar. Það þótti ekki nægt til sönnunar. Vísir/Eyþór Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af líkamsárás gegn þáverandi kærustu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í síðasta mánuði en birtur í gær. Atvik málsins áttu að hafa átt sér stað að morgni laugardags í nóvember 2016. Maðurinn og konan höfðu verið í miðbæ Reykjavíkur. Í skýrslu lögreglu sem kom á vettvang segir að á leið heim úr bænum hafi parinu sinnast og hún skipað ákærða út úr bílnum. Hann hafi þá reiðst og kýlt hana nokkrum sinnum í andlitið og einnig kýlt vinkonu hennar sem var farþegi í bílnum. Í skýrslu lögreglunnar sagði að konan hefði verið með rispur og roða á hálsi. Þá hefði gervinögl losnað af henni og önnur brotnað. Engir áverkar voru sjáanlegir á vinkonu konunnar. Ákærði var með rispur og roða á hægri hendi. Saga mannsins var ekki á sama veg og annara farþega í bílnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að honum og kærustu hans hefði sinnast og hann hefði því óskað eftir því að sér yrði hleypt úr bílnum. Á leið úr bílnum hafi verið rifið í hnakkadrambið á honum af kærustu sinni og þau haldið áfram að rífast. Hann hefði ýtt við henni og síðar gert hið sama við vinkonu hennar. Hann neitaði því alfarið að hafa kýlt þær. Aðrir farþegar bílsins og ökumaður hans báru hins vegar á annan veg. Kærasta hans sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér og vinkona hennar sagði að hún hefði séð hann ýta við henni. Hún hefði hins vegar ekki séð hann kýla hana. Ökumaður bifreiðarinnar sagði að hún hefði stöðvað bílinn til að hleypa manninum út eftir að upp úr sauð. Hann hefði hins vegar reiðst, tekið kærustu sína hálstaki og þau síðan slegist fyrir utan bílinn. Konan leitaði ekki á bráðamóttöku eftir atvikið og voru einu gögnin um áverka hennar myndir lögreglu. Dómari málsins taldi vitnin ekki nægilega trúverðug og orð standa gegn orði. Ölvun þeirra auk vinskapar kvennanna hafði þar áhrif. Þótti ákæruvaldið ekki hafa sannað háttsemi mannsins og var hann því sýknaður af ákærunni.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira