Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa 11. október 2017 13:16 Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar