Fá ekki að kjósa vegna fötlunar Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson skrifar 12. október 2017 07:00 Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Árni Múli Jónasson Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í 33. gr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Íslenska ríkið fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á síðasta ári og skuldbatt sig þar með til að framfylgja ákvæðum samningsins í íslenskum lögum og stjórnsýsluframkvæmd. 29. gr. samningsins ber yfirskriftina „Þátttaka í stjórnmálum og opinberu lífi“. Þar segir: Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafnframt: a) tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra, með beinum hætti eða fyrir atbeina fulltrúa eftir frjálsu vali, þar með talið er réttur og tækifæri til þess að kjósa og vera kosinn, meðal annars með því: … iii. að fatlað fólk geti tjáð frjálst vilja sinn sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði. Í 1. mgr. 86. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eins og henni var breytt með lögum nr. 111/2012, segir: Ef kjósandi skýrir kjörstjórn svo frá að hann sé eigi fær um að kjósa á fyrirskipaðan hátt sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf skal sá úr kjörstjórninni er kjósandi nefnir til veita honum aðstoð til þess í kjörklefanum, enda er sá sem aðstoðina veitir bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Um aðstoðina skal bóka í kjörbókina, að tilgreindum ástæðum. Aðstoð skal því aðeins veita að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Óheimilt er að bjóða þeim aðstoð er þannig þarfnast hjálpar. Í 2. mgr. 86. gr. er síðan heimild, bundin ýmsum skilyrðum, fyrir einstakling til að fá aðstoð fulltrúa sem hann hefur sjálfur valið við að greiða atkvæði ef hann þarf aðstoð „sakir sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sambærileg ákvæði er að finna í 63. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Af framangreindu leiðir að samkvæmt kosningalögum er heimild fatlaðs einstaklings til aðstoðar við að greiða atkvæði bundin því skilyrði að þörf fyrir aðstoðina sé vegna „sjónleysis eða þess að honum sé hönd ónothæf“. Sé ástæða þess að einstaklingur þarf aðstoð til að greiða atkvæði annars konar fötlun, s.s. þroskahömlun, á hann því ekki rétt til aðstoðar samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er mismunun á grundvelli fötlunar sem stangast á við íslenska stjórnarskrá og framangreint ákvæði liðar iii. í a-lið 29. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri ákvæði samningsins sem banna mismunun á grundvelli fötlunar. Landssamtökin Þroskahjálp hafa margsinnis bent íslenskum stjórnvöldum á þetta alvarlega mannréttindabrot og hafa krafist þess að þau gerðu nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnsýslu til að fólk með þroskahömlun fái notið þeirra mannréttinda og grundvallarréttar í lýðræðisríki að geta greitt atkvæði í kosningum eins og annað fólk og fái þannig að taka þátt í því með öðrum Íslendingum að velja fulltrúa til að fara með vald fyrir sína hönd. Íslensk stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessum áskorunum Þroskahjálpar. Og enn ganga landsmenn til kosninga og enn verður einstaklingum með þroskahömlun samkvæmt lögum neitað um þau mannréttindi að fá að taka þátt í því til jafns við aðra landsmenn. Lesa má um þessi mikilvægu mannréttindamál og hvernig staðan í þeim er almennt og hér á landi í grein Rannveigar Traustadóttur prófessors og James G. Rice lektors, Kosningar, lýðræði og fatlað fólk, sem birtist fyrr á árinu í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinina má nálgast hér: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/kosningarlydraediogfatladfolk Bryndís Snæbjörnsdóttir er formaður Þroskahjálpar.Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun