Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2017 15:48 Jóna Sólveig Elínardóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Vísir/Stefán Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“ Kosningar 2017 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“
Kosningar 2017 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent