Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 12:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira