Jóhann Berg í viðtali á Sky Sport um afrek íslenska landsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 16:49 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu á móti Kósóvó. Vísir/Eyþór Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö gríðarlega mikilvæg mörk í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM í Rússlandi. Jóhann Berg hafði ekki skorað í 34 landsleikjum í röð þegar hann kom Íslandi í 1-0 úti í Tyrklandi og gulltryggði síðan sigurinn með seinna markinu á móti Kósóvó á mánudagskvöldið. Jóhann Berg er nú kominn aftur til Burnley þar sem framundan eru leikir í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports fékk hinsvegar viðtal við okkar mann og hefur nú birt það á heimasíðu sinni. „Það er ótrúlegt að við séum komnir inn á HM og það var líka sérstakt að ná því á okkar heimavelli,“ segir Jóhann Berg við Sky Sports. „Það er stórkostlegt að Ísland sé komið inn á heimsmeistaramótið og sé fámennasta þjóðin sem hafi afrekað slíkt. Við erum því komnir inn í sögubækurnar. Þetta var frábær stund,“ sagði Jóhann Berg. „Við vorum líka að fara upp úr erfiðum riðli og við stóðum okkur því mjög vel,“ sagði Jóhann Berg. „Það héldu örugglega margir að við værum búnir að ná okkar besta árangri á Evrópumótinu og nú væri þetta ævintýri búið. Það er bara eitt lið sem kemst beint inn á HM úr hverjum riðli og umspilið er líka mjög erfitt. Ég held að við höfum verið í eina riðlinum þar sem voru fjórar þjóðir sem voru á EM. Þetta var því mjög erfiður riðill,“ sagði Jóhann Berg. „Við töpuðum ekki leik á heimavelli og það var mjög mikilvægt,“ sagði Jóhann Berg en sá hann þetta fyrir sér þegar hann var lítill strákur? „Það var draumurinn en það var erfitt að sjá hann ganga upp. Það var magnað afrek að komast á EM en nú verður heimsmeistaramótið enn stærra,“ sagði Jóhann Berg. „Þegar ég var lítill þá horfði ég á EM, HM og ensku úrvalsdeildina. Ég er núna búinn að ná að spila á tveimur þessum keppnum og vonandi fæ ég tækifæri næsta sumar að spila í þriðju keppninni,“ sagði Jóhann en það má sjá allt viðtalið við hann hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira