ÍBV er komið á toppinn í Olís-deild kvenna í handbolta eftir fimmtán marka heimasigur á Gróttu í Vestmannaeyjum í kvöld.
ÍBV vann leikinn 32-17 og er þar með komið sjö stig í fyrstu fjórum umferðunum. ÍBV er með jafnmörg stig og Valur en betri markatölu.
Eyjakonur komust í 8-2 eftir átta mínútna leik og voru 15-6 yfir eftir tuttugu mínútur. ÍBV var síðan sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11.
Eyjakonur gáfu ekkert eftir í upphafi seinni hálfleiks, unnu fyrstu sextán mínútur hans 9-2 og voru þar með komnar fjórtán mörkum yfir, 27-13. Úrslitin voru því löngu ráðin.
Ester Óskarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og stýrði leik liðsins vel. Greta Kavaliuskaite var líka með sjö mörk.
Landsliðskonan Lovísa Thompson var á skýrslu en komst ekki á blað fyrir Gróttu. Unnur Ómarsdóttir var markahæst með sex mörk.
ÍBV - Grótta 32-17 (18-11)
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 7, Greta Kavaliuskaite 7, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Díana Kristín Sigmarsdóttir 4, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 3, Asuncion Batista Portero 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Sandra Erlingsdóttir 1, Elísa Björk Björnsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Unnur Ómarsdóttir 6, Sandra Mirkik 4, Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Guðrún Þorláksdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Ósk Hind Ómarsdóttir 1.
Eyjakonur á toppinn eftir sannfærandi sigur á Gróttu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



