Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira