Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2017 21:51 Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norðurþingi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira
Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi og veita hvalaskoðunarbátum meira rými. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn frá Trésmiðjunni Rein á Húsavík steypa þekjuna á nýrri bryggju en steypan kemur frá steypustöðinni Steinsteypi á Húsavík. Hér munu leggja að flutningaskipin sem koma til með að þjóna iðnaðarsvæðinu á Bakka en hafnargerðin er á lokametrunum, rétt eins og aðrir þættir sem snúa að uppbyggingunni.Þekjan steypt á nýju bryggjunni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Áætlað er að hafnargerðin kosti um einn milljarð króna en stærsta hlutann vann LNS Saga sem nú heitir Munck, Íslandi. Svokallaður Bökugarður var lengdur um eitthundrað metra og gert nýtt gáma- og geymslusvæði. Nýju mannvirkin nýtast þó fleirum en bara kísilveri PCC. „Já, við sjáum þegar töluverðan mun á því. Hingað eru að koma skip, sem voru ekki áður, bæði regluleg umferð hérna hjá skipafélögunum og líka tilfallandi skipakomur. Menn hafa náð að nýta þessar ferðir töluvert, bæði til þess að fá varning hér inn og til þess að senda hann út. Þannig að þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif á aðra starfsemi hér á svæðinu,” segir Snæbjörn.Séð yfir Húsavík og höfnina. Bökubakki er lengst til hægri,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og Húsvíkingar sjá fram á að ferðaþjónustan njóti góðs af stærri höfn. „Skemmtiferðaskip að auki hafa getað lagt að Bökubakkanum. Það býður upp á ýmsa möguleika til framtíðar að taka á móti mjög stórum skemmtiferðaskipum hérna þegar fram líða stundir.” Hvalaskoðunarbátar Húsvíkinga hafa svæðið innst í gömlu höfninni en nýja höfnin léttir á henni og veitir þannig hvalaskoðunarfyrirtækjunum meira svigrúm.Hvalaskoðunarbátarnir verða áfram innst í gömlu höfninni.„Það er bara frábært að hafa þessa fjölbreytni í kringum höfnina hérna; að hafa iðnaðarstarfsemina, að hafa ferðaþjónustuna, að hafa fiskinn. Þannig að þegar þetta kemur allt saman á svona á einu svæði, eins og höfnin er, þá er það bara frábært fyrir samfélög eins og hér,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Samgöngur Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20