Páll Óskar sveik eldri konu á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2017 09:48 Enginn Páll í dyragættina. Vagna er afar ósátt við svikin en hún ætlaði að færa Páli Óskari sérstaka gjöf, þá er hann kæmi til að afhenda plötuna eins og um var rætt. Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik. Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, er ekki allskostar sátt við tónlistarmanninn Pál Óskar Hjálmtýsson. Hún er reyndar verulega sár út í hann. „Verulega. Hann er að plata fólk til að kaupa plötu sem hann er að gefa út. Sagðist ætla að koma og afhenda hana og margir keyptu plötuna bara vegna þess. Nú sendir hann tölvupóst og segist ætla að senda hana í pósti. Hvað kallast svona sölumennska?“ spyr Vagna forviða og örg í senn.Eins og fram hefur komið voru þetta frómar fyrirætlanir hjá poppstjörnunni.Páll Óskar hefur verið í algjöru uppáhaldi Hún segir Vísi að henni hafi verið skapi næst að krefjast endurgreiðslu þegar hún fékk póstinn frá Páli, svohljóðandi.„Ég ætlaði að vera svo kúl og dreifa plötunni sjálfur til allra þeirra sem forpöntuðu hana og hlakkaði mikið til að hitta alla. En sú vinna krefst meiri andlegrar og líkamlegrar orku en mig óraði fyrir og ég verð einfaldlega að játa mig sigraðan. Ég get ekki dreift fleiri plötum. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.” Páll Óskar hefur verið í hávegum hafður hjá Vögnu, reyndar í algjöru uppáhaldi. Vagna segist ekki eiga mikið með honum en hún hefur hlustað á hann í útvarpi og haft samband við útvarpsstöðvarnar og beðið um lög með honum. „Ég er ekki sátt við svona framkomu. Ég var búin að hlakka til, bíða eftir plötunni í þrjá mánuði. En ég pantaði hana og borgaði fyrr í sumar.“Hafði lengi unnið að sérstakri gjöf sem hún ætlaði Páli Vagna segist hreinlega hafa orðið ill þegar hún fékk póstinn. Tilhlökkunin tengd því að hitta Pál sjálfan var mikil og það sem meira var; hún hafði stytt biðina með því að gera sérstaka gjöf sem hún hafði ætlað að færa Páli Óskari þá er hann kæmi. „Þetta er rjúpa sem ég bjó til,“ segir trélistakonan Vagna. „Ég geri allskonar. Ég er orðin gömul og ekki nógu dugleg að afla mér timburs, svo ég bý til hluti úr bréfmassa. Sem verður alveg eins og spýta. Ég veit ekki hversu margar rjúpur eru farnar frá mér og komnar út í lönd.Og svo var ein sérstök sem ég var búin að gera og ætluð var Páli. Ég var búin að leggja mikla vinnu í þetta. En, hann fær rjúpuna ekki úr þessu. Ég gef ekki fólki sem svíkur mig.“Menn eiga ekki að lofa svona uppí ermina á sér Vagna segir ljóst að Páll hljóti að hafa haft talsvert uppúr krafsinu þegar hann seldi plötuna í forsölu, en hann hafi ekki haft tíma til að standa við loforðin. „Menn eiga ekki að lofa svona upp í ermina á sér. Ég er ósátt við það,“ segir Vagna sem þó ætlar ekki að taka Pál Óskar alveg út af sakramentinu. Hún segist ekki ætla að hætta að hlusta á tónlistina hans. En, það er ekki víst að tónlistin sú muni hafa eins jákvæð áhrif og hún hefur haft, eftir þessi svik.
Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00