Erlent

Trump lokar á styrki til tryggingafélaga vegna Obamacare

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump hefur gert nokkrar tilraunir til að afnema Obamacare.
Donald Trump hefur gert nokkrar tilraunir til að afnema Obamacare. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að stjórn hans muni loka á styrki til tryggingafélaga sem sérhæfa sig í að aðstoða tekjulága. Er þetta liður í tilraun Trump að hnekkja á sjúkratryggingakerfinu sem jafnan gengur undir nafninu Obamacare.

Trump greindi frá ákvörðun sinni nokkrum klukkustundum eftir undirritun sérstakrar forsetatilskipunar sem heimilar sölu á tryggingum sem undanþegnar eru ákveðnum ákvæðum laganna. BBC greinir frá þessu.

Trump hefur gert nokkrar tilraunir til að afnema Obamacare, en tilraunir hans hafa ítrekað verið stöðvaðar af Bandaríkjaþingi.

Leiðtogar Demókrata á þingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hana „illgjarna“ og líkja við „umfangsmikið og tilgangslaust skemmdarverk“. Segja þeir að ákvörðunin muni helst bitna á fátækustu þegnum landsins.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að styrkirnir til tryggingafélaganna, sem nemi milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju og standi nú til standi að loka á, standist ekki lög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×