„Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum“ Guðný Hrönn skrifar 14. október 2017 11:45 Gluggarnir í stofunni heilluðu Ingibjörgu upp úr skónum þegar hún sá þá fyrst. VÍSIR/ANTON BRINK Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað. Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað.
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning