Heilsíðuauglýsing klámkóngsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. október 2017 07:46 Larry Flynt hefur lengi látið sig stjórnmál varða. Hér er hann á blaðamannafundi á heimili sínu þar sem hann greindi frá framboði hans til ríkisstjóra Kaliforníu. Vísir/Getty Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til. Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Larry Flint, stofnandi klámritsins Hustler, býður 10 milljónir dala, rúmlega milljarð íslenskra króna, fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Bandaríkjaforseti verði kærður fyrir embættisbrot og í kjölfarið vikið úr embætti. Þetta fór ekki framhjá neinum sem fletti sig í gegnum sunnudagsútgáfu Washington Post í gær. Þar mátti sjá heilsíðuauglýsingu frá Flynt og Hustler þar sem greint var frá peningagjöfinni. Greint var fyrst frá auglýsingunni á laugardag, þegar upplýsingar um hana láku úr ritstjórninni. Auglýsinguna má sjá hér að neðan.Engar myndir, bara mikið letur.Washington PostÍ henni segir Flynt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé „ólögmætur“ og að hann hafi einungis náð kjöri vegna „sérviskulegs, úrelts kosningafyrirkomulags.“ Visar Flynt þar til þeirrar staðreyndar að þrátt fyrir að Trump hafi fengið um 3 milljónum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton, fékk hann engu að síður fleiri kjörmenn sem tryggðu honum sigurinn. Auglýsingin segir að sama skapi að ef víkja ætti forsetanum úr embætti þyrfti „óvefengjanlegar“ upplýsingar og því væri Hustler og Flynt reiðubúin að láta slíka upphæð af hendi rakna.Ástæðurnar margar og fjölbreyttar Í auglýsingunni, sem er eiginlega ekkert nema texti, rekur Flynt ástæður þess að hann telur að Trump verði að víkja. Nefnir hann meðal annars brottvikningu fyrrverandi forstjóra FBI, James Comey, og yfirlýsingar forsetans um að Bandaríkin hafi dregið sig úr Parísarsamkomulaginu. Þá nefnir hann jafnframt það sem hann segir lélegar yfirlýsingar Trump eftir samkomu nýnasistanna í Charlottesville. Tókst honum ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, að fordæma þjóðernissinnana sem urðu einni að konu að bana. Sökin lægi hjá „báðum fylkingunum“ að mati Trump og fór það öfugt ofan í marga. Þá óttast Flynt jafnframt að Donald Trump skuli hafa, með sitt lundarfar, valdið til að hefja kjarnorkustríð. „Að víkja honum úr embætti yrði sóðalegt, umdeilt ferli en í samaburði yrðu þrjú ár í viðbót af óstöðugleika og vanhæfi ennþá verri.“Áður boðið 100 milljónir Flynt hefur áður heitið peningaverðlaunum hverjum þeim sem gæti reitt fram myndband sem sýndi þáverandi forsetaframbjóðandann Trump við „ólöglegt athæfi eða í lítillækkandi kynlífsathöfnum.“ Það gerði hann síðast í október í fyrra, mánuði fyrir kosningarnar vestanhafs, eftir að greint var frá mögulegri tilvist upptöku sem sýna átti Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu. Þetta myndband hefur aldrei litið dagsins ljós og efast margir um tilvist þess. Því var Flynt tilbúinn að greiða milljón dali, rúmlega 100 milljónir króna, fyrir myndbandið - væri það til.
Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent