Viðskipti erlent

Vilja koma fyrirtæki Weinstein til bjargar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
22 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
22 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty
Fjárfestingafyrirtækið Colony Capital hefur fjárfest í framleiðslufyrirtæki Weinstein-bræðra sem rambar á barmi gjaldþrots. Fjölmargar þekktar leikkonur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni af hálfu Harwey Weinstein, annars stofnanda fyrirtækisins.

Í frétt BBC segir að líklegt sé talið að Colony Capital muni yfirtaka félag bræðranna. Colony Capital hefur á undanförnum árum starfað náið með Weinstein-bræðrunum eftir að hafa yfirtekið framleiðslufyrirtækið Miramax árið 2010, sem upphaflega var stofnað af Weinstein-bræðrunum.

Í tilkynningu frá Thomas J. Barrack, stofnanda og forstjóra Colony Capital, segir að markmiðið með fjárfestingunni sé að endurreisa fyrirtæki þeirra bræðra og koma því aftur á þann stall sem það var áður en ljóstrað var upp um kynferðislega áreitni af hálfu Harvey Weinstein.

Weinstein hefur um áratuga skeið verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood og framleitt hverja stórmyndina á fætur annarri, meðal annars Django Unchained, The King‘s Speech og The Imitation Game. Þá hafa myndir sem hann hefur framleitt verið tilnefndar til um 300 Óskarsverðlauna.

Ásakanirnar á hendur Weinstein ná yfir þrjá áratugi og eftir að umfjöllun New York Times birtist hafa fleiri leikkonur og aðrar konur sem starfað hafa í Hollywood stigið fram og greint frá áreitni og ofbeldi Weinstein. Þar á meðal eru heimsfrægar leikkonur á borð við Angelinu Jolie og Gwyneth Paltrow

 


Tengdar fréttir

Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi

Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn.

Fleiri konur saka Weinstein um nauðgun

Breska leikkonan Lysette Anthony segir Harvey Weinstein hafa ráðist á sig á heimili hennar í London seint á níunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×