Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag og fjölmargir greindu frá reynslu af kynferðislegri áreitni Helga María Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2017 22:15 Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sannkölluð sprenging varð á samfélagsmiðlum í dag undir myllumerkinu Me too, eða Ég líka. Fjölmargir hafa stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. Umræðan kom í kjölfar þess að fjöldi leikkvenna og fyrirsæta stigu fram og greindu frá því hvernig þær voru áreittar kynferðislega af bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Í gærkvöldi bað leikkonan Alyssa Milano allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi að skrifa Me too undir færslu hennar á twitter til að fólk myndi átta sig á stærð vandamálsins. Seinni partinn í dag voru yfir fjörtíu og eitt þúsund konur og karlar búin að skrifa undir. Margrét Gauja er ein þeirra sem stigu fram og lýsir þvíá Facebooksíðu sinni að samstarfsmaður hennar í lögreglunni, notaði aðstöðu sína til aðáreita hana kynferðislega. „Þegar ég lít til baka þá upplifi ég mig bara sem barn í löggubúning og kannski það hræðilegasta við þetta allt saman eftir á að hyggja að á þeim stað, á öllum þeim stöðum á Íslandi þar sem ég á að vera örugg, hef ég aldrei verið jafn óttaslegin og hrædd á,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir,bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Hún segir að á þessum tíma hafi hún verið ung, reynslulítil og hrædd og talið það vera best að þegja. „Það hafa alveg einhverjir vitað þetta, það hlýtur að vera. Ég er búin að vera að burðast með þetta í 17 ár og eins og þú sérð er ég ennþá skjálfandi og ég er nú stjórnmálamaður og á að hafa breitt bak en þetta er bara ótrúlega erfitt,“ segir Margrét. Twitter hefur verið rauðglóandi í dag og hafa fjölmargir komið þar fram með sína sögu. „Þetta er eitthvað sem fólk hristir af sér og tekur því ekki eins alvarlega eins og það á að gera. Þetta hefur áhrif á hegðun og líðan og getur verið hættulegt, segir Sunna Ben, fjöllistakona. Hefur þú oft verið fyrir áreiti? „Ég ætlaði að reyna að finna í hausnum á mér hvað þetta væri oft en ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvar ég á að enda, þetta er svo mikið og margskonar og mis alvarlegt,“ segir Sunna.Framkvæmdastyra Stígamóta segir mikilkvægt að segja frá „Þetta hrjáir stóran hluta mannkyns, það skiptir máli að tala um hluti sem hafa legið í þögninni og gera þá sýnilega, segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir,“ framkvæmdastýra Stígamóta.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira