Karlar, nú stoppum við hver annan! Fjölnir Sæmundsson skrifar 18. október 2017 07:00 Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við getum auðveldlega fækkað kynferðisbrotum á Íslandi og það án þess að kosta þar til einni einustu krónu. Starfandi dómsmálaráðherra boðaði aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum á dögunum og Samfylkingin vill verja milljörðum í málaflokkinn og það er auðvitað frábært og gengur vonandi eftir. Hið aukna fjármagn mun nýtast vel við rannsókn brota og fjármagna kostnað fagfólks til að vinna með þolendum úr áföllum kynferðisbrota en hin grafalvarlega staðreynd málsins er að peningar minnka ekki kynferðisáreiti sem karlar beita konur né fækka kynferðisbrotum úti í samfélginu. Ég legg því til að við karlmenn ráðumst sjálfir í verkefnið með þvi að standa upp og sýna alvöru karlmennsku í verki. Hér er nauðsynlegt að gangast inn á hugarfarsbreytingu. Hugarfarsbreytingin felst í orðræðu okkar og sumir karlar þurfa einnig að breyta hugarfari sínu því margir karlmenn segjast ekki þola hugtök á borð við „feðraveldi“ og „feminista“ sem er einmitt hluti af vandamáli okkar, við upplifum að okkur sé ógnað og förum í vörn. Við kærum okkur ekki um að láta minna okkur á syndir feðranna eða jafnvel okkar eigin mistök og við óttumst að missa á einhvern hátt stöðu okkar. En ég held að þannig sé það alls ekki, við erum karlmenn og alvöru karlmenn finna til sín þegar þeim tekst að vernda konurnar okkar og mæður. Karlmennskan okkar karlanna felst í því að vernda sína nánustu, að taka ábygð á samfélaginu. Við viljum koma í veg fyrir að eiginkonur okkar, dætur og systur verði fyrir ofbeldi. Við viljum vernda þær. Það er þarna sem kemur til okkar kasta, við þurfum að skipta okkur af hver öðrum, vakta hver annan og taka eftir því og aðhafast þegar einhver kynbræðra okkar fer yfir strikið. Við eigum að segja: „Heyrðu vinur, það er ekki í boði að klípa í konur eins og þú ert að gera,“ „Heyrðu kallinn, það er ekki ásættanlegt að klæmast við ungar afgreiðsludömur, “ og „Heyrðu félagi, hún bað þig að láta sig í friði.“ Við eigum að skipta okkur af og gera það að skyldu okkar að láta ekki kynbræður okkar vaða yfir og niðurlægja systur okkar. Nú þegar hefur fjöldi karlmanna staðið upp fyrir konur en ekki nógu margir. Allt of algengt er að við séum hljóðir áhorfendur, kunnum ekki við að segja álit okkar og lítum undan en þessu verðum við að breyta drengir. Allir! Það er ekki ásættanlegt að konurnar okkar verði fyrir ofbeldi, að þær upplifi óöryggi við vera einar á ferð. Við eigum ekki að líða það að dætur okkar verði fyrir áreiti í skólanum eða á vinnustaðnum. Hugarfarsbreyting okkar kostar ekki peninga, hún kostar okkur ekkert en hún mun auka vellíðan kvennanna okkar og ekki síður vellíðan okkar sjálfra. Konur hafa upplifað nægan sársauka, nógu mikla hræðslu og nógu mikla niðurlægingu, nú er komið að okkur að breyta þessu, okkur körlum þessa samfélags. Nú skulum við karlar standa upp og taka ábyrgð á hver öðrum og segja stopp. Og eins og ég segi, það kostar ekki krónu, það er hreinlega ókeypis að standa með konunum okkar. Höfundur er lögreglufulltrúi og skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun