Heiðarleg, opin og skilvirk stjórnsýsla Elvar Örn Arason skrifar 18. október 2017 07:00 Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Markmiðið með stofnun Bjartrar framtíðar var að breyta stjórnmálunum á Íslandi og stuðla að góðum stjórnarháttum og gagnsærri stjórnsýslu. Björt framtíð hefur frá stofnun lagt ríka áherslu á heiðarlega, opna og skilvirka stjórnsýslu. Þetta var eitt af því sem flokkurinn lagði áherslu á að sett yrði inn í stjórnarsáttmála síðustu ríkisstjórnar. Íslendingar geta lært heilmargt af nágrannaþjóðunum á þessu sviði. Til að mynda Svíþjóð sem hefur komið sér saman um sex grunngildi sem veita opinberum starfsmönnum ákveðna leiðsögn um hvernig þeir eigi að haga störfum sínum. Sænskir borgarar eiga að geta gengið að því vísu að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu lögmætar, hlutlægni og jöfn málmeðferð sé viðhöfð óháð því hver á í hlut. Auk þess sem virðing sé borin fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi, virðing borin fyrir einstaklingnum og síðast en ekki síst að lögð sé áhersla á skilvirkni stjórnsýslunnar. Jöfn meðferð allra þegna innan stjórnsýslunnar óháð kyni, aldri, kynþætti eða lífsskoðunum er grundvallaratriði. Þess vegna skiptir það höfuðmáli fyrir Bjarta framtíð, sem leggur ríka áherslu á mannréttindi, að það sé hafið yfir allan vafa að allir Íslendingar geti treyst því að hljóta sömu meðferð hjá opinberum stofnunum. Það er lykilatriði að tryggja að ákvarðanir sem teknar eru innan stjórnsýslunnar séu hafnar yfir hagsmuni einstakra stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka og sérhagsmuni útvalinna. Góð stjórnsýsla byggist á því að til staðar séu sameiginleg gildi og lögmál sem stofnanir ríkisins og opinberir starfsmenn hafa tileinkað sér. Björt framtíð stefnir að því að halda áfram að bæta stjórnsýsluna með því m.a. að bæta viðmót og aðgengi almennings að stjórnsýslunni, opna bókhald ríkisins og efla upplýsingaskyldu opinberra aðila. Traust almennings og atvinnulífsins á stjórnsýslunni skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og skipar sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar