Náttúran og fullveldið – hvatning til stjórnmálaflokka Hilmar J. Malmquist skrifar 18. október 2017 07:00 Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á næsta ári fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands en með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. Iðulega er litið á þennan áfanga sem einn þann merkasta í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Af þessu tilefni samþykkti Alþingi fyrir sléttu ári þingsályktun (nr. 70/145) um hvernig aldarafmælinu skuli fagnað. Að tillögunni stóðu formenn allra flokka sem sæti áttu á 145. þingi, þau Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Óttarr Proppé og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ályktunin var samþykkt með 56 atkvæðum en sjö voru fjarstaddir. Í ályktun Alþingis er að finna tíu atriði um það hvernig fagna beri afmælinu og standa að því, og er áhersla lögð á menningu, tungu, náttúru og þátttöku landsmanna. Hvað náttúruna varðar er vikið að Náttúruminjasafni Íslands og þjóðgarðinum á Þingvöllum. Um Náttúruminjasafnið stendur: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns.“ Í greinargerð með tillögunni stendur um þetta atriði: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“Ekki staðið við ályktunina Skemmst er frá því að segja að ekki hefur verið staðið við þessa ályktun Alþingis. Því miður er hvergi í fjármálaáætlunum ríkisins, til eins, þriggja eða fimm ára, að finna stafkrók um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Meðferðin á loforði Alþingis um Náttúruminjasafnið er undarleg í ljósi þess að öll hin níu atriðin sem tíunduð eru í þingsályktuninni hafa hlotið hljómgrunn og vinna við þau hafin á einn eða annan hátt. Málefni safnsins virðast enn gleymast. Nú fara í hönd alþingiskosningar og þá stendur jafnan ekki á loforðum stjórnmálamanna. Því er eðlilegt að spurt sé hvort formenn flokkanna sem stóðu að ályktuninni góðu, formenn Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, séu reiðubúnir að standa við loforðið um uppbyggingu Náttúruminjasafnsins? Og hver skyldi afstaða Flokks fólksins, Miðflokksins og Viðreisnar vera til þessa máls? Við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi að færa þjóðinni að gjöf húsnæði undir starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, höfuðsafns þjóðarinnar á sviði menningarminja. Það var heillavænlegt skref fyrir land og þjóð. En árið 2018, mun Alþingi sem kosið verður 28. október standa við gefin loforð í tilefni af aldarafmæli fullveldisins og færa þjóðinni að gjöf húsnæði fyrir höfuðsafn sitt á sviði náttúrufræða? Það væri við hæfi og löngu tímabært. Höfum hugfast að náttúran leggur grunn að menningu okkar og lífi – Jörðin fæðir okkur og klæðir. Menningararfurinn byggir á gjöfulli náttúru. Sjálfstæði Íslands og höfuðatvinnuvegir byggja á beinni nýtingu náttúruauðlinda; fiskveiðum, sauðfjárbeit, beislun vatnsfalla og jarðvarma og ásýnd lands og náttúru í tengslum við ferðaþjónustu. Góð umgengni við náttúruna sem gagnast öllu samfélaginu og veitir gleði, hamingju og komandi kynslóðum tækifæri til að halda við lífinu á sjálfbæran hátt, grundvallast á virðingu, vísindalegri þekkingu og skilningi á náttúrunni og gangverki hennar. Það er hér sem kemur til kasta Náttúruminjasafnsins. Náttúruminjasafnið telst til grunnstoða menntakerfisins og meginhlutverk þess er að stunda rannsóknir á sérsviði sínu og miðla þekkingu og fróðleik um náttúru Íslands, náttúrusögu, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd með sýningahaldi, útgáfu og öðrum hætti. Nú er lag. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar