Tiger, Pistorious og Armstrong - Vandræðabörn Nike Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. október 2017 07:00 Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun